Þrjú stúlknalið fóru á Íslandsmeistarmót í skák núna um helgina. Mótið var haldið hér í Salaskóla. Úrslit urðu á þann veg að Salaskóli vann í flokki A liða, B liða og C liða. Öll liðin okkar voru efst að stigum sem er frábær árangur hjá stelpunum. Í einstaklingskeppni varð Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, nemandi í 10. bekk, Íslandsmeistari stúlkna í eldri flokki (fæddar 1993-95) sem er stórglæsileg frammistaða. Hægt er að lesa nánar um úrslitin á skak.is.
Stúlknaliðin voru þannig skipuð:
A-sveit. 1. Jóhanna Björg, 10.bekk
2. Hildur Berglin, Ritum
3. Guðbjörg Lilja Svavarsd, Hávellum
4. Erna María Svavarsd, Súlum.
B-sveit. 1. Una Sól, Ritum
2. Anastasia, 9. bekk
3. Rebekka Ósk Svavarsd, Kríum
4. Heiða, Mávum
C-sveit 1. Guðrún Vala, Þröstum
2. Freyja, Hrossagaukum
3. Móey, Hrossagaukum
4. Hulda Clara, Steindeplum
Varamenn í C-sveit: Lana Kristín, Þröstum
Hildur María, Steindeplum.