Skólaslit Salaskóla

Útskrift 10. bekkjar að kvöldi hins 8. júní. Hefst kl. 20:00. Foreldrar koma með á kaffihlaðborðið. 1. – 9. bekkur þriðjudaginn 9. júní kl. 14:00. Nemendur mæta í sínar stofur. Kennarar kveðja sína nemendur stuttlega og koma svo með þá í sal skólans kl. 14:15, þar sem skólastjóri slítur skólanum.  

Eftir skólaslit kl. 14:40 hefst skemmtun foreldrafélagsins á skólalóðinni.

Dægradvölin verður opin frá kl. 8:00

Aðalfundur SAMKÓP

 

Samtök foreldrafélaga við grunnskóla Kópavogs

Aðalfundur SAMKÓP verður haldinn fimmtudaginn 4. júní 2009 í Salaskóla og hefst kl. 20:00.  Stefnt er að því að fundur ljúki um kl 21:30


Dagskrá:

  • 1. Fundur settur
  • 2. Skýrsla stjórnar
  • 3. Umræður um skýrslu stjórnar
  • 4. Ársreikningur kynntur og lagður fram til samþykktar
  • 5. Kosningar (aðalmenn, varamenn, skoðunarmenn reikninga og fulltrúi foreldra í skólanefnd)
  • 6. Önnur mál
  • 7. Fundi slitið

Allir foreldrar grunnskólabarna í Kópavogi eiga rétt á setu á aðalfundi með málfrelsi og tillögurétti og geta boðið sig fram til stjórnarkjörs.  Samkóp óskar eftir áhugasömum foreldrum til þess að bjóða sig fram til stjórnarsetu, til þess að styrkja starfið enn frekar!

Fræðslufyrirlestur:  "Hvert stefna menntamál í Kópavogi á komandi árum?"

Að loknum aðalfundi og kaffiveitingum –  kl. 20:30 mun fulltrúi frá skólanefnd Kópavogsbæjar  flytja áhugaverðan fyrirlestur sem enginn ætti að láta framhjá sér fara þar sem farið verður yfir það hvernig Kópavogsbær sér þróun menntamála á komandi árum, í ljósi breyttra efnahagsaðstæðna.

 

Fundurinn er opinn ÖLLUM foreldrum grunnskólabarna í Kópavogi.  Mikilvægt er að hvert foreldrafélag við grunnskóla Kópavogs eigi a.m.k. einn fulltrúa á aðalfundinum.

Kópavogur, 28. maí 2009

Stjórn SAMKÓP

Námsskipulag í 6. og 7. bekk skólaárið 2009-2010

Í vetur hefur verið gerð tilraun til að vera með árgangahreinar bekkjardeildir í Salaskóla. Í ljósi reynslu okkar í vetur höfum við í hyggju að breyta svolítið kennsluskipulagi hjá okkur í því skyni að bæta enn frekar námsumhverfið til að nemendur ná góðum árangri í námi.

Breytingarnar ná til elstu bekkjanna, þ.e. frá 6. bekk og upp úr. Á unglingastiginu verða t.d. gerðar breytingar á valgreinum nemenda auk þess sem meira verður kennt í árgangablönduðum námshópum en áður hefur verið gert og þá með það að markmiði að nemendur fái í frekara mæli nám við hæfi en hægt er að gera í árgangabundnum bekkjum. Reynsla okkar af aldursblöndun á miðstigi er góð og í ljósi tilraunar okkar í vetur teljum við að hægt sé að ná betri árangri, bæði námslegum og félagslegum með aldurblönduðum bekkjum á því stigi.

Nemendur sem verða í 6. og 7. bekk næsta vetur eru um 65. Við ætlum að skipta þeim í þrjá námshópa og verða því um 22 nemendur í hverjum þeirra. Hugmyndin er að þróa áfram það kraftmikla og lifandi námssamfélag sem hefur verið á þessu aldursstigi og leggja áfram áherslu á nám við hæfi hvers og eins, metnað, kröfur og góð samskipti og félagatengsl.  

Kennslustofur 6. og 7. bekkja verða á efri hæð í miðhúsi en aðstaðan þar gefur mikla möguleika á fjölbreyttum kennsluháttum.

 

Við óskum eftir góðu samstarfi við foreldra í þessari vinnu okkar. Við erum fús að svara spurningum ykkar varðandi þetta skipulag ef einhverjar eru og biðjum ykkur um að hika ekki við að hafa samband.

Óvissuferð 10. bekkja

Óvissuferð 10. bekkja Salaskóla verður farin þriðjudaginn 2. júní.  Verð fyrir ferðina er 11.500 kr. Greiðslu fyrir ferðina þarf að leggja inn eigi síðar en 1. Júní.  Reikn. 1135 – 05 – 750775, kt:  6706013070. Gott væri að fá að vita sem fyrst ef það eru einhverjir sem komast ekki með.  Foreldrar hafa fengið nánari upplýsingar í tölvupósti, ásamt leyfisbréfi sem þeir þurfa að fylla út og senda í skólann fyrir föstudag. Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi ferðina getið þið haft samband við Hafstein eða Karen s. 824 7076 (karen@vistor.is)

 

Frí á uppstigningardag

Frí er í skólanum á morgun, uppstigningardag, eins og fram kemur á skóladagatali. Skóli verður svo skv. stundaskrá á föstudaginn.  

hjlmar_004web.jpg

Hjálmar á höfuðið

hjlmar_004web.jpgÍ vikunni komu góðir gestir færandi hendi og færðu nemendum í 1. bekk reiðhjólahjálma að gjöf. Gefendur voru Kiwanisklúbburinn Eldey í Kópavogi og Eimskip. Þeim eru færðar þakkir fyrir. 

Fyrstubekkingarnir voru að vonum afskaplega glaðir með þessa góðu gjöf. Hjúkrunarfæðingur skólans kom svo í bekkina og fræddi nemendur um hvers vegna reiðhjólahjálmar væru nauðsynlegir þegar reiðhjólin færu í notkun. Nemendur fóru með þá góðu fræðslu í farteskinu þegar þeir hjóluðu út í vorið.

tnmennt_004web.jpg

Sungið úti í blíðunni

tnmennt_004web.jpgtnmennt_003web.jpgMávarnir voru í tónmennt í dag úti í góða veðrinu. Þau sungu vorlögin af mikilli innlifun við undirleik Ragnheiðar tónmenntakennara og nokkur vel valin Eurovisionlög fengu að fljóta með. Gott að láta sólina verma sig í söngnum. Skoðið fleiri myndir.  

sl_002web.jpg

Sól og vor í Salaskóla

sl_002web.jpgÞegar sólin skín úti er eins og allt verði svo miklu auðveldara í skólastarfinu okkar. Bros leikur á vör nemendanna og þráin eftir að fá að hoppa og skoppa verður svo sterk.  Allir vilja komast út í góða veðrið. Kennararnir grípa gjarnan tækifærið og færa kennsluna út undir bert loft þar sem sólin vermir allt og alla. Léttleikinn birtist jafnt í lund sem klæðaburði – stelpur og strákar í  litríkum bolum og stuttbuxum – sjást skjótast
hjá til að höndla vorið. Já, vorið er víst komið til okkar hér í Salaskóla.  Myndin sýnir mávana "hoppa" inn í vorið. 

18.05.09_019.jpg

Böðuðu sig í Nauthólsvík

18.05.09_019.jpgKrummar og kjóar áttu skemmtilegan dag á ylströndinni í Nauthólsvík í dag en þangað fóru þau með kennurunum sínum í strætisvagni í morgun. Góða veðrið lék við krakkana og þau undu sér m.a. við að vaða, sóla sig, sulla í flæðarmálinu og heiti potturinn var vinsæll.  Myndirnar segja sína sögu. 

solin.jpg