Vorhátíðin er 19. maí

Vorhátið Foreldrafélags Salaskóla er núna á laugardaginn 19. maí. Dagskráin er frábær:

Lúðrasveit
Sirkússkóli
Töframenn
Skólahreysti
Fjöltefli við Helga Ólafsson
Snú-snú keppni
Vítaspyrnukeppni
Ingó veðurguð mætir með gítarinn
Reypitog

Grillaðar pylsur og með því í boði

Dagskráin getur breyst fyrirvaralaust.Hefst kl. 11 á laugardag og stendur til kl. 14. Allir velkomnir.

fjallabraedur2

Upptaka í íþróttahúsi

fjallabraedur2

Í vikunni mynduðu allir nemendur Salaskóla kór í lagi með Fjallabræðrum sem er væntanlegt. Fjalalbræður hafa það að markmiði að í viðlagi sé stærsti kór á Íslandi en auk Salaskólanemenda eru fjölmargir aðrir sem koma að söngnum. Upptakan fór fram í íþróttahúsinu í vikunni og hægt er að hlusta á upptökuna hér.

grnfninn

Við fengum grænfánann í dag

grnfninn
Í dag, 11. maí, fékk Salaskóli grænfánann afhentan í fjórða sinn. Það var gert við hátíðlega athöfn inni í skólanum en upphaflega átti hún að fara fram utandyra en rigningin setti strik í reikninginn. Ármann bæjarstjóri kom í heimsókn og ávarpaði krakkana, fulltrúi Landverndar tók síðan við og afhenti grænfánann sem grænfánanefnd skólans tók við en í þeirri nefnd eru 16 nemendur skólans. Við afhendinguna var útskýrt fyrir hvað myndirnar á fánanum stæðu. Lagið var tekið, Salaskólasöngurinn hljómaði vel og nokkur velvalin vorlög voru sungin. Vissulega góður endir á opna deginum í Salaskóla. Myndir.

krinn

Góð stemning á opnum degi 11. maí

krinn
Gríðarlega góð stemning var í skólanum í morgun þegar foreldrar og aðstandendur mættu á opnan dag í skólanum. Nemendur leiddu gesti sína um skólann  til að sýna öll þau fjölmörgu verkefni sem þau höfðu unnið bæði inni í bekk sem í smiðjum. Boðið var upp á samsöng árganga, hljóðfæraleik og sýnd var kvikmynd nemenda um SOS barnaþorpin sem unglingadeildin hyggst styrkja sérstaklega. Í fjáröflunarskyni fyrir hjálparstarfið seldu nemendur í unglingadeild kaffi og bakkelsi og einnig voru til sölu svokalllaðar trönur sem eru brotnir fuglar úr pappír. Gestir kvöddu með bros á vör eftir velheppnaðan morgun og við erum ákaflega stolt af öllum nemendunum okkar í Salaskóla.  Myndir.

popp__skgi

Vinabekkir poppa

popp__skgi
Vinabekkirnir Maríuerlur, 4. bekkur, og  Súlur, 7. bekkur,  fóru saman í Rjúpnalund í fyrradag.   Varðeldur var tendraður og sykurpúðar hitaðir.  Vígð voru þrjú poppsköft en krakkarnir voru of áköf til að byrja með því ekki var kominn nógu mikill hiti til að poppa.   En í lokatilrauninni small út það besta popp sem viðstaddir höfðu smakkað.   Allir voru glaðir og ánægðir og sumir fóru í góða göngu efst upp í hæðina í lokin.

Skólinn býður í heimsókn 11. maí

Opinn dagur verður í Salaskóla föstudaginn 11. maí, en þá heldur skólinn upp á 11 ára afmæli sitt. Milli kl. 830 og 1000 verður gestum boðið á heimsækja bekkina og ýmsar uppákomur verða í skólanum.  Samsöngur verður í andyri og skólakórinn syngur þar frá 930. Kaffihús verður opið í Klettagjá og þar er hægt að kaupa kaffi og möffins. Allur ágóði rennur í þróunarsamvinnu. Allir foreldrar og velunnarar velkomnir.

Kl. 1230 fær Salaskóli afhentan Grænfánann í fjórða skiptið að viðstöddum bæjarstjóra og fulltrúum Landverndar. Allir áhugasamir velkomnir.

 

1. bekkur

Samsöngur 8:20-8:45.

Heimsókn í bekkjarstofur og dýraþema skoðað.

Síðan mega nemendur labba með mömmu og pabba, að skoða hjá systkinum sínum.

2. bekkur

8:50 samsöngur í Klettagjá.

Foreldrar geta fyrir og eftir samsöngin skoðað verkefni í heimastofum.

3. bekkur

Heimsókn í skólastofuna þar sem nemendur sýna vinnu sína.

9:30 verður kórinn með söngatriði í Klettagjá

4. bekkur

Sýning á vinnu vetrarins í heimstofu. Hver og einn nemandi er með sitt

sýningarborð.

9:30 verður kórinn með söngatriði í Klettagjá

5. bekkur

Heimsókn í skólastofuna þar sem nemendur sýna vinnu sína.

9:30 verður kórinn með söngatriði í Klettagjá

6. bekkur

Heimsókn í skólastofuna þar sem nemendur sýna vinnu sína.

9:30 verður kórinn með söngatriði í Klettagjá

7. og 8. bekkur

Opnar stofur á rauða gangi og unglingagangi þar sem aðallega verður í boði að spila við nemendur. Spilin hafa nemendur búið til sjálfir í þema. Einnig verða þemaverkefni á veggjum og mynda- og myndbandasýningar á skjá

 9. og 10. bekkur

Verða með kaffihús , tónlist, myndasýningu og sölubása í Klettagjá .

Ágóðinn af sölu dagsins rennur í barnaþorp SOS.

fuglar4b

Áhugasamir fjórðubekkingar

fuglar4bNotalegur vinnukliður barst úr tölvuveri skólans í rauða húsinu á dögunum. Þegar betur var að gáð kom í ljós að nemendur í fjórða bekk voru að vinna í fuglaverkefninu sínu. Vinnugleði og áhugi skein út úr hverju andliti og greinilegt að viðfangefnið skipti alla nemendur mjög miklu máli. Krakkarnir sögðust vera að vinna í tveggja eða þriggja manna hópum og höfðu fengið einn fugl til þess að fjalla um. Þau sóttu sér upplýsingar bæði úr bókum af bókasafni og af neti til þess að fræðast um efnið og söfnuðu  einnig fuglamyndum, myndbandsbrotum (youtube) og fuglahljóðum. Afraksturinn var síðan settur í glærusýningu (Power Point) þar sem útlit og framsetning skiptir miklu máli og greinilegt var að margir höfðu gott auga fyrir grafískri hönnun. Þarna voru báðir bekkirnir samankomnir, maríuerlur og steindeplar, og unnið var í hópum sem eru samsettir af nemendum úr báðum bekkjum. Þegar allt er tilbúið verður foreldrum boðið á stórglæsilegar kynningar á fuglum.    

Helstu niðurstöður úr viðhorfakönnun 2011

Salaskóli kannar á hverju vori viðhorf foreldra til starfsins í skólanum. Þessi könnun er mikilvægur liður í að bæta skólastarfið en auk hennar fáum við mikilvægar upplýsingar á morgufundum með foreldrum, könnunum skólapúlsins en þar tjá nemendur viðhorf sín, eineltiskönnunum o.s.frv.

Skýrsla um helstu niðurstöður vorkönnunar vorið 2011 er að finna hér.  Ný vorkönnun verður lögð fyrir foreldra í dag. Við erum byrjuð að vinna heildarskýrslu um mat á skólastarfinu sl. þrjú ár. Ef vel gengur verður hún birt hér í júní.

Vorskóli 3. og 4. maí

Salaskóli býður væntanlegum 1. bekkingum í vorskóla fimmtudaginn 3. maí og föstudaginn 4. maí frá kl. 14:00 – 15:30. Krakkarnir vinna ýmis verkefni þessa tvo daga og kynnast væntanlegum bekkjarfélögum.

Foreldrar fá kynningu á skólastarfinu fyrri daginn á meðan krakkarnir eru hjá kennurunum.

Hlökkum til að sjá ykkur öll.

Opinn dagur 11. maí

Föstudaginn 11. maí verður opinn dagur í Salaskóla. Þá er foreldrum boðið í heimsókn í skólann þar sem ýmsar uppákomur verða víðsvegar um skólann. Opnað verður kaffihús, Salaskóli fær Grænfánann í 4. sinn og margt, margt fleira. Nánar auglýst síðar.