Innritun nýrra nemenda

Innritun nemenda sem eiga að byrja í Salaskóla í haust verður mánudaginn 4. mars og þriðjudaginn 5. mars. Skemmtilegast er að koma í skólann til innritunar en einnig er hægt að hringja á skrifstofuna. Athugið að her er bæði átt við innritun nemenda sem eru að byrja í 1. bekk og nemendur sem eru að flytja sig á milli skóla. Innritunin er frá kl. 9:00 – 15:00

Vetrarleyfi vorannar

Minnt er á að vetrarleyfi er dagana 22. og 25. febrúar. Þá daga fellur allt starf niður á vegum skólans, einnig í dægradvölinni. Skóli hefst aftur skv. stundaskrá þriðjudaginn 25. febrúar.

meistaramt_salaskla_033

Meistaramót Salaskóla í skák 1.-4. bekkur

meistaramt_salaskla_033Meistaramót Salaskóla yngsti flokkur 1.- 4. bekkur,  56 keppendur, fór fram í dag 14.02.2013 í Salaskóla. Þetta var úrtökumót þannig að efstu þrír úr hverjum árgangi halda síðan áfram og keppa um meistaratiltil Salaskóla 1.mars.2013 Við lok 7 umferðar birtust góðir gestir Hrafn Jökulsson og Róbert Lagerman með yngstu fulltrúana úr Kínverska landsliðinu í skák. Þessi heimsókn var í tilefni þess að vináttulandsleikur Kína og Íslands í skák fer fram um helgina sjá nánar: http://skak.blog.is/blog/skak/entry/1282816/ 

Fulltrúar Kína sem komu í heimsókn voru:
Bu Xiangzhi, fæddur 1985 (2675). Varð stórmeistari aðeins 13 ára, einn af allra bestu skákmönnum heims.
Wei Yi, fæddur 1999 (2501). Aðeins 13 ára, efstur allra í heiminum 14 ára og yngri. Hann er yngsti alþjóðameistari í heimi og hefur þegar náð tveimur stórmeistaraáföngum.
Tan Zhongyi, fædd 1991. (2466) Stórmeistari kvenna. Varð í tvígang heimsmeistari stúlkna 10 ára og yngri, 2000 og 2001. Heimsmeistari 12 ára og yngri árið 2002.

Þessi þrjú tefldu síðan fjöltefli hvert við um 15 Salaskólakrakka í einu. Því miður tókst okkur ekki að sigra þá en nokkrir krakkar sýndu þó skemmilega baráttu. Má þar nefna Baldur Búa úr 10b. , Hildi Berglindi úr 8b, Þorstein Breka úr 7b, og stöllurnar Völu, Móey og Tinnu úr 6.bekk. Börnin okkar voru sjálfum sér og Salaskóla til mikils sóma.

Úrslitin úr meistaramótinu ( 1.- 4. bekkur 2013)

Sá sem stóð sig best í meistaramótinu var Axel Óli Sigurjónsson en hann sigraði alla andstæðingana sína og fékk 7 vinninga, í öðru sæti varð Sindri Snær Kristófersson með 6 vinninga. Jafnir í þriðja til fjórða sæti voru síðan félagarnir Kári Vilberg og Anton Fannar með 5,5 vinninga. Nánari úrslit úr meistaramótinu verða síðan kynnt á mánudaginn.

Mótsstjóri var Tómas Rasmus kennari og honum til aðstoðar Ragnhildur Edda Þórðardóttir úr 9b. og Hildur Berglind Jóhannsdóttir  úr 8b. 
MYNDIR

boltaleikur3

Krakkarnir í 9. bekk á Laugum

boltaleikur3
Í þessari viku, 11. – 15. febrúar, eru nemendur 9. bekkjar Salaskóla í skólabúðum að Laugum í Sælingsdal. Undanfarin ár hafa níundubekkingarnir okkar átt þess kost að dvelja í skólabúðunum við leik og störf eina viku í senn.  Þær góðu fréttir bárust  í dag frá Laugum að allir skemmtu sér hið besta enda margt og mikið sem krakkarnir hafi fyrir stafni. Sirkúskúnstirnar eru alltaf vinsælar sem og sveitaferðin auk allra námskeiðanna sem í boði eru. Heimferð er á morgun, föstudag.


trudur

Trúðar, vampýrur og fínar frúr á ferli

trudur
Það fór ekki framhjá neinum í Salaskóla í morgun  að öskudagur væri runninn upp. Krakkarnir flyktust að í morgunsárið í afar skrautlegum og frumlegum búningum og það mátti m.a. koma auga á skrautlega indíana, snjókorn, gangandi Iphone, vampýrur, Harry Pottera, alls kyns álfa, flottar frúr, velklædda herramenn og prinsessur. Krakkarnir í unglingadeildinni hjálpuðu þeim yngri með anditsmálninguna. Morguninn fór í stöðvavinnu að ýmsu tagi, það var t.d. föndrað, farið í krossglímu, unnið í ipad, getið upp á orðum, teiknað og málað svo eitthvað sé nefnt og síðan var dansað í salnum. Þessi skemmtilegi morgunn endaði svo á flottri pylsuveislu í hádeginu og svo voru allir leystir út með nammipoka. Nokkrir náðust á mynd í morgun eins og sjá má hér

Öskudagur í Salaskóla

Á öskudag verður öskudagsgleði í Salaskóla. Skóladagurinn verður svolítið óvenjulegur og alveg örugglega einstaklega skemmtilegur. Nemendur mæta í búningum, taka þátt í alls konar sprelli og foreldrafélagið gefur öllum nammipoka. Allir fá svo pylsur í matinn líka þeir sem ekki eru í mat að öllu jöfnu.

Skólinn opnar á venjulegum tíma en við gefum krökkunum svigrúm að mæta til kl. 9:00. Það gerum við til þess að þeir fái meiri tíma til að klæða sig ef þess þarf.

Skóladagurinn verður styttri en venjulega og allt er búið kl. 12:00. Dægradvölin verður þá opin eins og venjulega til kl. 17:00. Að gefnu tilefni skal tekið fram að allir eiga að mæta þennan dag. Í fyrra báðu foreldrar 5 eða 6 barna um leyfi.

Islandsmt_Stulkna

Flottu skákstelpurnar okkar

Islandsmt_Stulkna
Stúlknalið Salaskóla stóð sig glæsilega á Íslandsmótinu stúlknaliða í skák síðastliðinn laugardag. 

Stelpurnar tóku silfrið af öryggi, unnu alla hina skólana nema ríkjandi Íslandsmeistara frá Rimaskóla.

Í liði Salaskola voru

1. Hildur Berglind Jóhannsdóttir – 8. b. Kjóar
2. Una Sól Jónmundsdóttir – 8. b. Kjóar
3. Móey María Sigþórsdóttir – 6. b. Mávar
4. Tinna Þrastardóttir – 6. b. Mávar

Liðsstjóri var Tómas Rasmus.

Torfi sigraði

Torfi Tómasson í 9. bekk fór með sigur af hólmi í Söngkeppni félagsmiðstöðva Kópavogs síðastliðið miðvikudagskvöld með frumsömdu lagi sínu Gods planet of fools.  Hann sigraði undankeppnina okkar þann 4. janúar síðastliðinn með öðru frumsömdu lagi sem heitir The masquerade ball . Torfi keppir síðan fyrir okkar hönd í Söngkeppni Samfés laugardaginn 2. mars næstkomandi – sem verður vonandi sjónvarpað. 

vetrardrottningar

Vetrardrottningar

vetrardrottningar
Einn daginn þegar snjóhvít mjöllin hafði fallið til jarðar í skjóli nætur sáu nokkrar stúlkur í 4. bekk sér leik á borði. Í morgunútivistinni hófu þær að gera myndir á drifhvíta jörðina með því að sparka upp snjónum með fótunum og síðan voru hendur og vettlingar notaðir til þess að fínpússa. Úr urðu þessi fínu listaverk, hjarta, stjarna og sól. Einhver fullorðinn kom þarna að og sá sig knúinn til að smella mynd af þessum vetrardrottningum og listaverkunum þeirra.  

Sjá myndir af listaverkunum hér.