Stelpuskak 02 2

Flott stelpuskákmót í Salaskóla

Stelpuskak 02 2Stelpuskákmót var haldið í Salaskóla í dag, föstudag, til að finna sterkustu skákstelpurnar vegna Íslandsmóts stúlkna sem verður um næstu helgi. Sveitakeppni stúlkna verður 31. janúar og Íslandsmót stúlkna 1.febrúar. Alls kepptu 26 Salaskólastelpur úr 2. til 10. bekk. Sigurvegari varð Hildur Berglind Jóhannsdóttir úr 10. b. Í öðru sæti Þórdís Agla Jóhannsdóttir úr 3. b. Í þriðja sæti Rakel Tinna Gunnarsdóttir úr 6. b. Mótsstjóri var Tómas Rasmus. 

Nánari úrslit

Breyting á gjaldskrám

Nýjar gjaldskrár taka gildi frá 1. janúar 2015

Mötuneyti
Verð á máltíð í mötuneytum grunnskóla er 420 krónur frá 1. janúar 2015 

Dægradvöl
Gjaldskrá í dægradvöl frá 1. janúar 2015

 

 

Samtals

Allt að 20 klst á mán

6.747

21-40 klst á mán

11.808

41-60 klst á mán

15.744

61-80 klst á mán

18.555

Matargjald

125

Breyting verður á systkinaafslætti frá 1. janúar 2015 þar sem afsláttur reiknast af öllu dvalargjaldinu en ekki einungis grunngjaldi (fyrstu dvalarstund).

Frá 1. janúar 2015 er systkinaafsláttur 30% af dvalargjaldi fyrir annað og 75% fyrir þriðja systkini. Systkinaafsláttur reiknast á eldra (eldri) systkin og tekur einnig til yngri systkina sem eru í leikskóla eða í vistun hjá dagforeldrum.

IMG 2470

Liltu-jólin og jólaleyfi

IMG 2470
Nemendur í 1. – 7. bekk mættu á jólaball þennan morguninn og áttu skemmtilega stund við jólatréð ásamt hljómsveitinni Jólakúlunum. Á ballið mætti jólasveinn sem sagðist vera tvíburabróðir Stúfs nema hann var miklu lengri og kallaði sig Uppstúf! Hann var fjörugur og skemmtilegur og hlátrasköllin ómuðu.

Eftir jólaballið hófst jólafrí. Hér eru myndir frá morgninum. Mánudaginn 5. janúar er skipulagsdagur og nemendur eiga frí. Kennsla hefst svo aftur að loknu jólaleyfi þriðjudaginn 6. janúar. 
Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári með þökk fyrir samstarfið á árinu. 

Jólaböllin í dag

Jólaböllin í dag:

Kl. 9 – Starar, sandlóur, sólkríkjur, tjaldar, flórgoðar, langvíur
Kl. 10 – Stelkar, steindeplar, músarrindlar, vepjur, himbrimar, svölur, kríur
Kl. 11 – sendlingar, glókollar, maríuerlur, tildrur, lómar, súlur, ritur

Mæta í sínu stofu og svo er marserað í salinn og dansað í kringum jólatréð

jolathorp

Jólaþorpið 2014

jolathorp

Nemendur í  8. bekk hafa undanfarna þematíma unnið að jólaþorpi sem nú er risið fyrir framan bókasafn skólans. Það hefur upp á flest það að bjóða sem prýða má slíkt þorp, s.s. skóla, vita, bryggju, báta, lest, kikrju, skíðabrekku, skóg, jólasveina og að sjálfsögðu fólk af öllum stærðum og gerðum. Nemendur hafa verið áhugasamir og duglegir í þessari vinnu. Vinsælt er að bekkir komi í heimsókn og skoði jólaþorpið og dáist að dýrðinni. Jafnvel er von á utanaðkomandi gestum. Skoðið fleiri myndir frá jólaþorpinu 2014.

.

bekkjarmot

Bekkjarmóti í skák lokið

bekkjarmot
Alls kepptu 174 krakkar í undanrásum sem er nýtt met í sögu Salaskóla. Á úrslitamótið komust aðeins 4 efstu lið úr hverju aldurshólfi (2.-4. b)  (5.-7. b) og (8.-10. b) ásamt sérstökum gestum sem voru kvennalið að æfa sig fyrir Íslandsmót stúlknasveita sem verður í lok janúar 2015. Mótsstjóri var Tómas Rasmus. Honum til aðstoðar Pétur Ari Pétursson 6. b. og Sandra Björk Bjarnadóttir 10. b.

 

Efstir urðu kjóar, krakkar úr 10b.  19 v af 24
Í liði Kjóa voru:
Hildur Berglind Jóhannsdóttir
Jón Smári Ólafsson
Kári Steinn Hlífarsson
Garðar Elí
Liðið í öðru sæti var 6. b. himbrimar.  18,5 v af 24
Í liði Himbrima voru:
Sindri Snær Kristófersson  
Axel Óli Sigurjónsson     
Jón Þór Jóhannsson 

Í þriðja sæti urðu fálkar úr 8. b. 17.5v  af 24
Í liði Fálka voru:
Róbert Örn Vigfússon
Kjartan Gauti Gíslason
Hafþór Helgason
Þorsteinn Björn Guðmundsson
Bestum árangri náðu eftirtaldir einstaklingar.
1 borð Róbert Örn Vigfússon-  7,5 vinningar af 8
2 borð Jón Smári Ólafsson-  8 vinningar af 8
3 borð Hafþór Helgason 8b og Baldur Benediktsson 10b  báðir með 7 vinninga af 8 mögulegum.
Nánari úrslit!

lusia2

Hátíðleg stund

lusia2Á morgun er svokölluð Lúsíumessa. Í Salaskóla er hefð að farin sé Lúsíuganga í tengslum við þennan dag sem einmitt fór fram í morgun, föstudaginn 12. desember. Þetta er hátíðleg stund þar sem við njótum fallegs söngs og kertaljósa á göngum skólans.

Lúsían að þessu sinni var Selma Guðmundsdóttir í flórgoðum. Í Salaskóla höldum við dag ljóssins 13. desember í takt við eldgamla norræna hefð, sem nú er mest þekkt og notuð í Svíþjóð. Áður fyrr, á 14. öld, þegar Evrópa fylgdi júlíanska dagatalinu, bar Lúsíudaginn uppá vetrarsólstöður á norðurslóðum. Þá átti öllum undirbúningi fyrir jólin að vera lokið, og þá fengu allir eitthvað gott að borða og drekka, líka dýrin. Þó Lúsíudagurinn beri nafn dýrlingsins Luciu frá Syrakusa, þá er norræna hefðin óskyld hinni ítölsku, sem á rætur í helgisögu um stúlku sem illa var farið með og gerð var að dýrlingi eftir dauða sinn. Sögur þessara ólíku hefða sýna okkur hvernig hefðir berast frá stað til staðar og breytast í meðförum, og hvernig tekinn er hluti af einni hefð og skeytt við aðra. Þannig má segja að það sé blanda af norrænum og ítölskum hefðum í því hvernig við höldum upp á dag ljóssins, þann 13. des.

 

code

Gaman að forrita

code
Músarrindlarnir komu í tölvuver í dag til að taka þátt í verkefninu „The Hour of Code“ eða Klukkustund kóðunar eins og það útleggst á íslensku. Um er að ræða viðburð á heimsvísu sem stendur í eina viku frá 8.  til 14. desember. 

Markmiðið er að börn á öllum aldri í heiminum sameinist í kóðunarverkefnum. Markið er sett á að 100 milljónir barna ljúki einhvers konar verkefnum af þessu tagi á einni viku.  Tilgangurinn með verkefninu er að nemendur tuttugustu og fyrstu aldarinnar fái tækifæri til að fást við kóðun (forritun) því það þroski þá í að leita leiða og lausna sem er góður undirbúningur fyrir framtíðarstörf og líf í tæknivæddu þjóðfélagi.

Krakkarnir í 3. bekk sýndu verkefnunum gífurlegan áhuga og samvinna varð mikil við lausn þeirra. Með því að smella hér má sjá verkefnin sem krakkarnir eru að fást við. Þau ganga á venjulegar tölvur, spjaldtölvur, snjalltæki og jafnvel án tækja. Valin er íslenska við lausn þeirra. Fleiri bekkir í Salaskóla ætla að taka þátt í þessum verkefnum í vikunni.