Í morgun var námsfundur með foreldrum og nemendur 7. bekkja og var það jafnframt síðasti námsfundurinn á þessu hausti. Kennarar og stjórnendur eru þá búnir að funda með öllum árgöngum skólans. Fundarsókn var feykigóð og húsfyllir á öllum fundum. Að þessu sinni fórum við nýja leið því að nemendur sátu fundina með foreldrum sínum og tók fullan þátt í umræðum sem boðið var upp á. Fundirnir voru bæði upplýsinga og umræðufundir og við erum að vinna skýrslu upp úr fundunum sem vonandi birtist hér innan skamms. Við þökkum foreldrum og nemendum fyrir góða þátttöku og góða fundi.
Category Archives: Fréttir
Skákstarfið í haust
Kraftmikið skákstarf hefur verið í Salaskóla í haust undir stjórn Sigurlaugar Regínu Friðþjófsdóttur. Æfingar hafa verið reglulega og í nóvember fóru fram fjölmörg innanskólamót þar sem nemendur úr öllum árgöngum leiddu saman hesta sína. Hér má sjá nokkrar skemmtilegar myndir frá mótunum.
Skákmót skóla í Kópavogi
Föstudaginn 25. nóvember var skákmót liða úr 3. – 7. bekkjum í grunnskólum Kópavogs. Lið Salaskóla vann í 3. – 4. bekk og hreppti gullið. Keppendur Salaskóla voru Gunnar Erik, Kjartan, Brynjar Emil, Breki og Sigurður Kristófer.
Í 5. – 7. bekk lenti lið Salaskóla í 7. – 10. sæti en lið Álfhólsskóla var í 1. sæti. Keppendur fyrir Salaskóla voru Samúel Týr, Esther Lind, Sveinbjörn, Telma og Jónas Breki.
2. desember kepptu svo lið úr 1. – 2. bekk og 8. – 10. bekk. Keppni í 1. – 2. bekk var afar hörð og jöfn og voru mörg þeirra með jafnmarga vinninga. Lið Salaskóla hafnaði í 8. sæti og í því voru Ólafur Fannar, Berglind Edda, Valtýr Gauti, Ásdís, Sæþór, Friðbjörn og Elvar dagur.
Unglingalið Salaskóla hreppti bronsið með 9 vinninga, Álfhólsskóli silfrið með 10 vinninga og Hörðuvallaskóla gullið með 14 vinninga. Fyrir Salaskóla kepptu Róbert Örn, Sindri Snær, Ágúst Unnar, Hafþór og Elín Edda. Þess má geta að þau gerðu jafntefli við Norðurlandameistarana úr Álfhólsskóla.
Myndir frá mótunum má sjá hér.
Í dag / today
Rok og rigning getur seinkað ferðum nemenda til skóla. Skólar eru opnir, en mikilvægt er að foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla, þetta á sérstaklega við í efri byggðum og þar sem börn þurfa að fara yfir opin svæði á leið sinni í skóla. Ágætt ef foreldrar sem keyra börn sín í skólann verið ekki allir á ferðinni kl. 8. Það veldur örtröð fyrir utan skólann og slysahættu í myrkrinu.
Með yngri börn er hér átt við 12 ára og yngra.
Due to weather conditions, disruptions in school services may be expected today. Schools are open but parents and guardians are asked to escort children younger than 12 years to school. This especially concerns children living in upper areas that need to cross open spaces on their way to school.
Slæmt veður – pay close attention to weather forecasts
Veðurspá sýnir að börn gætu átt erfitt með að ganga í skólann að morgni dags, föstudagsins 11. nóvember, og er því sérstaklega mikilvægt fyrir foreldra / forráðamenn að fylgjast með fréttum.
English
The weather forecast for the Reykjavík area tomorrow suggests that children may have difficulties travelling to school. Primary schools will stay open but their services may be disrupted. Parents are therefore asked to pay close attention to weather forecasts and announcements in the media. http://shs.is/fyrirtaeki-og-st…/…/roeskun-a-skolastarfi.html
Námsfundir með foreldrum og nemendum
Eins og foreldrar hafa eflaust tekið eftir höfum við ekki verið með námskynningar í haust. Þær eru á vissan hátt barn síns tíma enda hefur samskiptatækni fleytt fram og að ýmsu leyti sinnt því hlutverki sem námskynningar gegndu áður. Þetta hefur m.a. komið fram í frekar slakri mætingu foreldra á þessa fundi. Við höfum því í haust verið að skoða hver þörfin er fyrir fundi af þessu tagi og niðurstaða okkar er sú að setja saman í eitt námskynningar og morgunkaffi stjórnenda. Við köllum þetta námsfundi og á hverjum fundi taka bæði foreldrar og nemendur þátt.
Við leggjum áherslu á að hver fundur hafi skýrt markmið og foreldrar hafi tækifæri til að leggja eitthvað til málanna um nám og skólagöngu barnanna. Einnig að nemendur taki virkan þátt í þessari umræðu í samræmi við þroska og aldur. Við vonum að með þessu fáum við góða umræðu um brýn mál, góðar hugmyndir og þéttara og betra samfélag í kringum skólann.
Búið er að tímasetja fundina. Þeir hefjast allir kl. 8:10 og standa í til 9 eða 9.10.Þeir verða sem hér segir:
14. nóvember |
4. bekkur |
15. nóvember |
3. bekkur |
16. nóvember |
2. bekkur |
22. nóvember |
5. bekkur |
23. nóvember |
6. bekkur |
24. nóvember |
9. bekkur |
25. nóvember |
8. bekkur |
30. nóvember |
10. bekkur |
6. desember |
7. bekkur |
ADHD dagur í Salaskóla 26. október
Á morgun, miðvikudag, verður ADHD-dagur í Salaskóla. Þá ætlum við að velta fyrir okkur fjölbreytileikanum og allir bekkir ætla að horfa á myndbandið sem við gerðum í fyrra – Allir geta eitthvað, enginn getur allt. Og svo til að undirstrika fjölbreytnina í mannlífsflórunni þá hvetjum við alla til að koma í einhverju röndóttu eða neonlituðu í skólann. Svo eftir daginn á morgun förum við öll í vetrarleyfi. Myndbandið má sjá hér
https://www.facebook.com/1412140985714002/videos/1717031968558234/?hc_ref=PAGES_TIMELINE
Kvennafrídagur
Vegna kvennafrídags beinum við þeim tilmælum til foreldra og þá ekki síst feðra að þeir sæki börn sín snemma í dag í dægradvölina enda munu mjög margar starfskonur skólans fara úr vinnunni um kl. 14 til að taka þátt í dagskrá dagsins. Dægradvölinni verður þó ekki lokað kl. 14 en þar sem þar starfa aðeins tveir starfsmenn sem ekki eru konur má búast við að starfsemin lamist meira og minna og við munum væntanlega eiga erfitt með að gæta annarra barna en þeirra sem bráðnauðsynlega þurfa gæslu.
Skipulagsdagur 7. október
Föstudaginn 7. október verður skipulagsdagur í Salaskóla og öðrum grunnskólum í Kópavogi. Sama á einnig við um leikskólana hér í hverfinu. Þennan dag er dægradvölin einnig lokuð en á skólaárinu eru tveir skipulagsdagar í dægradvölinni. Sameiginleg fræðsludagskrá er fyrir alla grunnskólana á vegum menntasviðs Kópavogsbæjar og er áherslan þar á lestur og mál. Starfsfólk dægradvalar Salaskóla fer á námskeið í skyndihjálp en það er auðvitað bráðnauðsynlegt fyrir starfsfólk þess að kunna að bregðast við ef eitthvað kemur fyrir.