Vekjum athygli á því að n.k. mánudag, 29. september er skipulagsdagur í Salaskóla. Þann dag vinna kennarar og starfsmenn að því að leggja mat á það sem gert hefur verið frá skólabyrjun og skipuleggja starfið framundan. Nemendur eru í fríi en dægradvölin er opin. Þeir foreldrar sem ætla að notfæra sér dægradvölina fyrir börnin sín eru vinsamlega beðnir um að láta vita með orðsendingu á netfangið egg@kopavogur.is.
Category Archives: Fréttir
Grænlenskir nemendur í Salaskóla
Þessa dagana taka grænlenskir nemendur þátt í skólastarfi með 6. bekkingum í Salaskóla. Um er að ræða 13 nemendur frá Grænlandi sem dvelja á Íslandi um tíma til þess að læra og æfa sund í sundlauginni í Versölum. En það mun vera samstarfsverkefni Íslands og Grænlands um sundkennslu. Grænlensku nemendurnir fara í sund a.m.k. tvsivar á dag en þess á milli fá þeir að taka þátt í kennslu með sjöttubekkingum. Sést hefur til nemendanna að tafli og í leiklistarstarfi og einnig hafa nemendur verið að skiptast á grænlenskum og íslenskum orðum sem hengd eru síðan upp öðrum til fróðleiks.
Skák í Salaskóla
Nú er vetrarstarfið í skákinni að hefjast í Salakóla. Nemendur geta komið á eftirfarandi æfingar:
Byrjendur ( og þeir sem eru í dægradvöl): 1, 2 og 3. bekkur – miðvikudaga og/eða föstudaga kl 13:30 til 14:30
Kennari: Sigurlaug Regína, skráning hjá viðkomandi umsjónarkennara eða ritara í tölvupósti asdissig@kopavogur.is
Lengra komnir – allur aldur þriðjudaga kl: 14:30 til 16:10
Kennari: Tómas Rasmus.
Úrvalshópur þeir sem vilja pæla djúpt, þriðjudaga kl: 14:30 til 16:10
Kennari: Henrik Danielsen stórmeistari.
Hægt er að lesa um skákárið í fyrra á heimasíðu Salaskóla undir liðnum þróunarstarf – skák
Námskynningar fyrir foreldra
Námskynningar verða í skólanum á næstu dögum og vonumst við eftir góðri mætingu foreldra á þær. Kynningarnar eru kl. 17:30 til 18:30 og verða sem hér segir:
mið. 3. september | 6. og 7. bekkur |
fim. 4. september | 2. bekkur |
mán. 8. september | 5. bekkur |
mán. 8. september | 8. 9. og 10. bekkur – mætt fyrst á sal |
þri. 9. september | 4. bekkur |
Kynningar hjá 1. og 3. bekk verða auglýstar síðar.
Skólastarf fer vel af stað
Nú er fyrsta vikan í skólanum brátt á enda. Skólastarfið hefur farið vel af stað og nemendur komu endurnærðir til leiks eftir sumarið. Yngstu nemendurnir hafa tekið góðan tíma í að aðlagast skólanum, sumir bekkir hafa farið í ferðalög til að kynnast betur en jákvæðni og metnaður einkennir nemendur Salaskóla. Inni á myndasafni skólans eru komnar myndir frá skólasetningu. Skoðið nánar hér.
Val í 9. og 10. bekk
Nemendur í 9. og 10. bekk eiga nú að velja valgreinar sem þeir vilja taka á haustönn. Farið inn á valsíðu með því að smella hér. Nemendur þurfa að velja fyrir miðnætti fimmtudagsins 28. ágúst.