Ágætu foreldrar tilvonandi 1. bekkinga!
Ykkur er boðið að koma með barnið ykkar í vorskóla fimmtudaginn 8. maí og föstudaginn 9. maí. Skólastundin hefst kl. 14:00 báða dagana og er til kl. 15:30. Börnin þurfa ekkert að hafa með sér. Fyrri daginn verður fræðslufundur fyrir foreldra. Við leggjum áherslu á að báðir foreldrar mæti. Þeir sem komast af einhverjum ástæðum ekki þessa daga verða að láta okkur vita. Ef barn hefur ekki verið innritað þarf að hafa samband við skólann strax.
Skólasetning verður föstudaginn 22. ágúst fyrir hádegi. Nánari tímasetningu verður að finna á heimasíðu skólans og í dagblöðum þegar nær dregur.
Skólastjórnendur




Tilgangurinn er að vekja athygli á hversu mikilvægt er að hlúa að umhverfi sínu. Þegar allir leggjast á eitt næst árangur. Nemendur stóðu sig mjög vel og í verðlaun fyrir þátttöku fengu þau frostpinna í hádeginu sem að sjálfsögðu var grænn á litinn.

