voskoli.png

Vorskóli í Salaskóla fyrir börn fædd 2002

Ágætu foreldrar tilvonandi 1. bekkinga!

Ykkur er boðið að koma með barnið ykkar í vorskóla fimmtudaginn 8. maí og föstudaginn 9. maí. Skólastundin hefst kl. 14:00 báða dagana og er til kl. 15:30. Börnin þurfa ekkert að hafa með sér. Fyrri daginn verður fræðslufundur fyrir foreldra. Við leggjum áherslu á að báðir foreldrar mæti. Þeir sem komast af einhverjum ástæðum ekki þessa daga verða að láta okkur vita. Ef barn hefur ekki verið innritað þarf að hafa samband við skólann strax.

voskoli.png

Skólasetning verður föstudaginn 22. ágúst fyrir hádegi. Nánari tímasetningu verður að finna á heimasíðu skólans og í dagblöðum þegar nær dregur.

Skólastjórnendur

skak2.jpg.jpg

Öflugir skákmenn í Salaskóla

skak2.jpg.jpgVel gekk í skákinni hjá ferðalöngum á Bolungarvík. Patrekur Maron Magnússon vann alla sína andstæðinga í 11 skákum og stóð uppi sem sigurvegari í mótinu og er Íslandsmeistari í skólaskák. Jóhanna Björg hafnaði í 5. sæti í sama flokki en í yngri fllokknum tók Guðmundur Kristinn fjórða sætið og  Birkir Karl það áttunda. Þetta eru allt gífurlega öflugir skákmenn sem hafa lagt mjög hart að sér. Við óskum þeim til hamingju með glæsilegan árangur.  

skak.jpg.png

Keppst við í skákinni

skak.jpg.pngFjórir nemendur úr Salaskóla unnu sér inn rétt til að tefla á landsmóti í skólaskák sem fram fer dagana 24.- 27. apríl á Bolungarvík. Það eru þeir Birkir Karl Sigurðsson og Guðmundur Kristinn Lee í yngri flokki en í þeim eldri eru þau Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Patrekur Maron Magnússon. Það fréttist rétt í þessu að Patrekur er efstur í sínum flokki eftir 4 umferðir. Hægt er að fylgjast með stöðunni og gengi okkar fólks  á skak.is eða á síðu Taflfélags Bolungarvíkur. Við óskum þeim góðs gengis áfram  í taflmennskunni. 

sblaklukka1.jpg

Gleðilegt sumar

sblaklukka1.jpg
Starfsfólk Salaskóla óskar nemendum og aðstandendum þeirra gleðilegs sumars með kærri þökk fyrir veturinn.

grnn_dagur_024.jpg

Grænn og vænn dagur

grnn_dagur_024.jpgÞegar litið var yfir skólann í dag var eins græn slikja lægi yfir honum enda svokallaður grænn dagur. Nemendur og starfsfólk minntu á það með grænum lit í fötum sínum eða skarti. Dagurinn gekk mjög vel, allir bekkir fóru út á skólalóðina og týndu rusl í poka. Ætti skólalóð og næsta umhverfi að vera mun snyrtilegra núna. Gaman er að geta þess að samvinnuskólar okkar í Comeniusarverkefninu  voru að vinna að sama verkefni í  sínum heimalöndum. Við fengum góðar kveðjur frá vinum okkar í Finnlandi.

grnn_dagur_026.jpgTilgangurinn er að vekja athygli á hversu mikilvægt er að hlúa að umhverfi sínu. Þegar allir leggjast á eitt næst árangur. Nemendur stóðu sig mjög vel og í verðlaun fyrir þátttöku fengu þau frostpinna í hádeginu sem að sjálfsögðu var grænn á litinn.    grnn_dagur_030.jpg

j04377991.jpg

Grænn dagur á morgun – 17. apríl

j04377991.jpgÁ morgun, fimmtudaginn 17.apríl, er svokallaður Græni dagurinn hér í Salaskóla. Þá ætlum við að huga að nánasta umhverfi okkar og skoða hvað við getum gert til að fegra umhverfi skólans og næsta nágrenni. Það er mælst til þess að bæði nemendur og starfsfólk mæti í einhverju grænu í skólann þennan dag. Það geta verið föt, húfur, sólgleraugu og annað í þeim dúr. Breiðabliksföt gætu t.d. nýst vel í þetta.

Velheppnuð árshátíð í 8. – 10. bekk

Árshátíð nemenda í 8. – 10. bekk var haldin miðvikudaginn 9. apríl.  Þema hátíðarinnar var hjarta, spaði, tígull og lauf og voru glæsilegar skreytingar hvert sem litið var. Mikil stemning var á hátíðinni og skemmti fólk sér hið besta. Nemendur mættu í sínu fínasta pússi vel snyrtir og margir afar brúnir og sællegir. Þeir voru sjálfum sér og skólanum til sóma með prúðmannlegri framkomu sinni.

Siggi kokkur ásamt starfsfólki sínu í eldhúsi sá um stórglæsilegan veislumat sem mjög góður rómur var gerður að. Starfsfólk þjónaði til borðs og hafði gaman að.

Kennarar tróðu upp með eitt atriði sem var spurningakeppni milli kennara og nemenda. Skemmtu allir sér vel yfir þessari uppákomu sem endaði með sigri nemenda. Að lokum voru kynnt úrslit kosninga sem nemendur stóðu fyrir.

Að loknu borðhaldi og skemmtiatriðum voru þeyttar skífur og héldu DJ-ar uppi dansstuði þar til hátíðinni lauk.

Margir nemendur lögðu á sig mikla vinnu til að árshátíðin gæti orðið sem glæsilegust og getum við verið þakklát og ánægð með þetta dugmikla unga fólk.