Teistur

Hér eru myndasögusýningar nemenda í teistum.

Nemendur í 3. – 4. bekk sóttu námskeið í myndasögugerð í apríl og maí. Myndasögugerðin var  einstaklingsverkefni og gekk út á að velja sér ákveðið viðfangsefni t.d. um gæludýr, áhugamál eða íþróttagrein.  Nemandinn safnaði myndum tengt viðfangsefninu sem hann valdi sér.   Hann lærði að vista þær í eigin möppu í tölvunni og vinna í einfaldri myndvinnslu eftir þörfum. Þá raðaði hann myndunum í ákveðna röð inn í forrit sem heitir Photostory. Í því forriti bjó hann til texta við myndirnar, sumir talsettu og síðan var valin tónlist sýningarinnar sem valin var af kostgæfni í hverju tilfelli fyrir sig. Að síðustu var  birtingarform myndanna ákveðið t.d. koma þær fljúgandi inn frá einu horni eða birtast eins og stjarna. Sýningar krakkanna opnast í Media player.

Gjörið svo vel að skoða afraksturinn hér.

Góða skemmtun.

google_earth.jpg

Mávar

google_earth.jpgHér eru myndasögusýningar nemenda í mávum vorið 2009

Nemendur í 4. bekk sóttu námskeið í myndasögugerð í apríl og maí. Myndasögugerðin var einstaklingsverkefni og gekk út á að "ferðast" á Google Earth sem er á netinu og taka myndir á meðan á ferðalaginu stóð. Nemandinn lærði á ýmsa möguleika í Google Earth, að afrita myndir inni í hugbúnaðinum og loks að koma þeim fyrir í eigin möppu á netþjóni skólans. Þá raðaði hann myndunum úr "ferðalaginu" inn í forrit sem heitir Photostory. Í því forriti bjó hann til texta sem lýsti myndinni (frá sögulegu eða listrænu sjónarhorni). Síðan var sett inn tónlist sýningarinnar sem valin var af kostgæfni í hverju tilfelli fyrir sig. Að síðustu var  birtingarform myndanna ákveðið t.d. koma þær fljúgandi inn frá einu horni eða birtast eins og stjarna o.s.frv. Sýningar krakkanna opnast í Media player.

Gjörið svo vel að skoða afraksturinn hér.

Góða skemmtun.

google_earth.jpg

Ritur

google_earth.jpgHér eru myndasögusýningar nemenda í ritum vorið 2009

Nemendur í 4. bekk sóttu námskeið í myndasögugerð í apríl og maí. Myndasögugerðin var einstaklingsverkefni og gekk út á að "ferðast" á Google Earth sem er á netinu og taka myndir á meðan á ferðalaginu stóð. Nemandinn lærði á ýmsa möguleika í Google Earth, að afrita myndir inni í hugbúnaðinum og loks að koma þeim fyrir í eigin möppu á netþjóni skólans. Þá raðaði hann myndunum úr "ferðalaginu" inn í forrit sem heitir Photostory. Í því forriti bjó hann til texta sem lýsti myndinni (frá sögulegu eða listrænu sjónarhorni). Síðan var sett inn tónlist sýningarinnar sem valin var af kostgæfni í hverju tilfelli fyrir sig. Að síðustu var  birtingarform myndanna ákveðið t.d. koma þær fljúgandi inn frá einu horni eða birtast eins og stjarna o.s.frv. Sýningar krakkanna opnast í Media player.

Gjörið svo vel að skoða afraksturinn hér.

Góða skemmtun.

 

 

sumarlestur.jpg

Sumarlestur fyrir krakka í Salaskóla

sumarlestur.jpgBorist hefur bréf frá Bókasafni Kópavogs þar sem sagt er frá að safnið efni til sumarlesturs fyrir 6-12 ára börn í Kópavogi. Það er tímabilið frá júní til ágúst – eða á sama tíma og nemendur eru í sumarleyfi frá skólanum.

Tilgangur  námskeiðsins sumarlestur er að nemendur geti haldið áfram að þjálfa lesttrarfærni sína í sumar.  Öll börn geta fengið lánþegakort sem eru þeim að kostnaðarlausu. Aðeins þarf samþykki foreldris eða forráðamanns. Bæði Lindasafnið og Aðalsafnið bjóða upp á sumarlestur.

 

Nemendur skrá sig í sumarlesturinn á bókasafninu og um leið fá þeir tvíblöðung þar sem skráðar eru þær bækur sem þeir lesa. Þegar bókum er skilað í safnið aftur fá þeir stimpil við hvern titil og jafnframt er nafnið þeirra sett í pott. Á lokaháhátíð sem verður haldin í byrjun september verður dregið úr pottinum og nokkrir heppnir hljóta vinning. Allir eiga möguleika á vinningi, ekki bara þeir sem lesa mest. Krakkar, nú er bara að drífa sig á bókasafn og næla sér í bækur til að lesa.

grillstemning_002.jpg

Grillstemning í hádeginu

grillstemning_002.jpgVið gerðum okkur lítið fyrir í dag og grilluðum hádegismatinn okkar úti í dýrðlegu veðri. Boðið var upp á eldsteikta hamborgara með tilheyrandi meðlæti. Krakkarnir voru að vonum kát með framtakið og tóku vel til matar síns. Áform eru um að endurtaka slíkt grill fljótlega. Allir hjálpuðust að við grillið og hér má m.a. sjá húsvörðinn taka til hendinni við grillverkin. Nemendur í 10. bekk voru einnig duglegir að hjálpa til og sáu til þess að bera fram máltíðina fyrir aðra nemendur skólans. Ef smellt er á lesið meira má sjá fleiri myndir frá þessu skemmtilega hádegi.

grillstemning_008.jpggrillstemning_004.jpggrillstemning_001.jpg grillstemning_010.jpggrillstemning_006.jpg

ganga2.jpg

Átak í næstu viku! Allir í Salaskóla ganga í skólann.

ganga2.jpgVikuna 26.- 30. maí  ætlum við að gera smá átak og hvetja alla nemendur til að ganga í skólann. Ef nemandi býr í öðru hverfi má fara fyrr úr strætó eða bílnum og ganga smá spöl. Við hvetjum sérstaklega krakka í prófum að koma gangandi því það hressir, bætir og kætir.

Umsjónarkennarar fá blöð hjá gönguhópnum þar sem stimplað er í reit á hverjum degi hjá viðkomandi nemanda ef hann kemur gangandi í skólann. Bekkurinn sem gengur mest í skólann fær mjög áhugaverð verðlaun. Verðlaun eru fyrir 2. og 3. sæti.
Tíu góðar ástæður til að ganga saman í skólann

  • Það vekur mann
  • Það er hressandi …
  • Það er hollt
  • Maður kemst í form
  • Ókeypis líkamsrækt
  • Bílar menga
  • Bensín er dýrt
  • Kynnist umhverfinu
  • Gaman að kynnast öðrum krökkum sem ganga í skólann
  • Börn og foreldrar eiga góða stund saman

Allir í Salaskóla ganga í skólann  – Þar eru hraustir nemendur-

google_earth.jpg

Lundar

google_earth.jpgHér eru myndasögusýningar nemenda í lundum vorið 2009

Nemendur í lundum sóttu námskeið í myndasögugerð í apríl og maí. Myndasögugerðin var einstaklingsverkefni og gekk út á að "ferðast" á Google Earth sem er á netinu og taka myndir á meðan á ferðalaginu stóð. Nemandinn lærði á ýmsa möguleika í Google Earth, að afrita myndir inni í hugbúnaðinum og loks að koma þeim fyrir í eigin möppu á netþjóni skólans. Þá raðaði hann myndunum úr "ferðalaginu" inn í forrit sem heitir Photostory. Í því forriti bjó hann til texta sem lýsti myndinni (frá sögulegu eða listrænu sjónarhorni). Síðan var sett inn tónlist sýningarinnar sem valin var af kostgæfni í hverju tilfelli fyrir sig. Að síðustu var  birtingarform myndanna ákveðið t.d. koma þær fljúgandi inn frá einu horni eða birtast eins og stjarna o.s.frv. Sýningar krakkanna opnast í Media player.

Gjörið svo vel að skoða afraksturinn hér.

Góða skemmtun.

Skák í Salaskóla skólaárið 2007-08

Heimsmeiatarar:

Skólaárið 2007- 2008 hefur verið ansi viðburðarríkt í skákheiminum í Salaskóla.Við byrjuðum haustið á því að fagna heimsmeistartiltlinum í liðakeppni skóla fyrir 14 ára og yngri. 5 krakkar úr Salaskóla fóru ásamt þjálfara sínum Hrannari Baldurssyni 12. júlí til Pardubice í Tékklandi  þar kepptu þau til sigurs á heimsmeistarmóti skóla í skák og urðu fyrsta íslenska skólaliðið í skák sen náð hefur heimsmeistartitli.

Sveit Salaskóla skipuðu eftirfarandi krakkar::

  1. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
  2. Patrekur Maron Magnússon
  3. Páll Andrason
  4. Guðmundur Kristinn Lee

varam. Birkir Karl Sigurðsson.

 

Hér vantar mynd af atburðinum ( Ath. þetta er prufa það kemur meira síðar TR.)

 

 

Skák í Salaskóla

 

Skák hefur verið iðkuð af kappi í Salaskóla um árabil. Strax á fyrsta starfsári skólans, árið 2001, var skákborðum komið fyrir víðsvegar um skólann, bæði í kennslustofum og á göngum og nemendur hvattir til að tefla í skólanum. Einn af kennurum skólans, Margrét Sveinsdóttir, sýndi skákinni sérstakan áhuga, hvatti nemendur til að tefla og leiðbeindi þeim. Töfl stóðu öllum til boða og hægt var að setjast við skákborðið bæði í kennslustundum og í frítíma. Margir hinna ungu nemenda skólans sýndu þá þegar mikinn áhuga og færni í skákinni. Þá strax komu fram miklir hæfileikar hjá nemendum sem síðar hafa náð miklum árangri. Einn nemandi í 2. bekk sat t.d. löngum stundum við skákborð á gangi skólans og bauð bæði gestum og gangandi að tefla við sig. Foreldrar sem áttu leið í skólann fengu t.d. að spreyta sig á að tefla við hann og máttu margir þola ósigur fyrir þessu unga pilti.

Á öðru starfsári skólans réðst Tómas Rasmus að skólanum og hefur hann sinnt skákþjálfun nemenda og skáklífi skólans upp frá því. Allir nemendur lærðu mannganginn og fengu kennslu í skák í smiðjum og auk þess voru tvær skákæfingar á viku eftir skóla. Skákmót voru sett upp í skólanum og skólinn tók þátt í skólaskákmótum. Innanskólaskákmótin hafa alla tíð verið afar fjölmenn og á fyrsta mótinu árið 2003 kepptu t.d. 70 af 160 nemendum skólans á mótinu. Það hlutfall hefur haldist í gegnum tíðina.

Fljótlega fór Salaskóli að láta til sín taka á skákmótum. Fyrst á Kópavogsmótinu í skólaskák árið 2003 og á Íslandsmeistaramótum fór að bera á skólanum bæði fyrir góðan árangur og einnig fyrir hversu margar sveitir skólinn sendi til keppni. Skólinn skipaði sér fljótlega í fremstu röð með öflugum skákskólum eins og Rimaskóla, Laugalækjarskóla og Barnaskóla Vestmannaeyja. Árið 2006 varð skólinn Íslandsmeistari barnaskólasveita og tók þátt í Norðurlandamóti sem haldið var í Danmörku. Árið 2007 sendi skólinn sveit í heimsmeistaramót í skólaskák í Búlgaríu. Það varð góð ferð því sveitin hreppti heimsmeistaratitil. Í kjölfarið fór sveitin til Namibíu og Grænlands til að kynna skák og tefla við þarlenda skólakrakka.

Árið 2009 hreppti Salaskóli Íslandsmeistaratitil grunnskóla. Sveitin hélt til Stokkhólms og tók þátt í Norðurlandamóti grunnskóla í skák. Sveitin vann mótið með yfirburðum og fagnaði Norðurlandameistaratitli. Sigurganga skólans hélt áfram á vormánuðum 2010 en þá varði skáksveit hans Íslandsmeistaratitilinn.

Í Salaskóla er lögð áhersla á fjölbreytt skólastarf. Skákin er mikilvægur liður í fjölbreytninni og gefur fleiri nemendum tækifæri til að blómstra og njóta sín. Mörg hundruð börn og unglingar hafa mætt á æfingar og teflt á skákmótum í skólanum á þeim níu árum sem skólinn hefur starfað. Öflugustu skákmenn skólans eru í fremstu röð íslenskra skákmanna. Má þar nefna Patrek Maron Magnússon, Jóhönnu Björgu Jóhannsdóttur, Pál Andrason, Eirík Örn Brynjarsson, Guðmund Kristin Lee, Birki Karl Sigurðsson, Ómar Yamak, Hildi Berglindi Jóhannsdóttur.

Tómas Rasmus kennari hefur borið skákstarfið uppi og á að öðrum ólöstuðum mestan heiður á góðu gengi Salaskóla í skák. Aðrir sem einkum hafa komið að þjálfun er Smári Rafn Teitsson, Sigurlaug Friðþjófsdóttir, Hrannar Baldursson og Guðlaug Björk Eiríksdóttir.

alvidra.jpg

8. bekkingar fóru í Alviðru

alvidra.jpgNemendur í himbrimum og lómum gerðu sér ferð í Alviðru, umhverfis- og fræðslusetur Landverndar, ásamt kennurum sínum á dögunum. Þar er tekið á móti nemendum í náttúrufræðiskoðun. Krakkarnir fóru m.a. í fuglaskoðun, könnuðu Þrastaskóg og tóku sýni sem voru skoðuð í smásjá. Myndirnar tala sínu máli.