Útskrift 10. bekkinga

Útskrift nemenda í 10. bekk í Salaskóla fer fram við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 1. júní kl. 20:00. Tónlistarmenn úr röðum 10. bekkinga flytja tónlistaratriði og fulltrúar nemenda flytja ávörp. Að lokinni athöfn bjóða foreldrar upp á kaffi og kökur.

Foreldrar mæta með nemendum og afar og ömmur eru einnig velkomin.

Afmælisgjöf

Salaskóli fékk góða afmælisgjöf sl. föstudag. Það er upplýsingaskjár og kerfi sem gerir okkur mögulegt að láta ýmsar upplýsingar, hrós, fréttir og hvatningu rúlla á skjá í anddyri skólans. Við erum nú að gera það klárt til daglegrar notkunar á næsta mánudag verður það tekið í fulla notkun. Við viljum þakka gefendum en þeir eru: Foreldrafélagið, Skólanefnd Kópavogs, Fiskiprinsinn, Penninn, Prenttækni, Byr, Þykkvabæjar, Ekran, Reynir bakari og fleiri.

Páskaleyfi

Nemendur fara í páskaleyfi föstudaginn 15. apríl að lokinni kennslu. Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 27. apríl. Þriðjudaginn 26. apríl er skipulagsdagur en dægradvölin er opin frá kl 8:00.

Starfsfólk Salaskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska og ánægjulegra frídaga.

Kaffihúsafundur foreldra 13. apríl

Miðvikudaginn 13. apríl ætlar skólaráð Salaskóla að standa fyrir kaffihúsafundi með foreldrum kl. 17:00 – 18:30. Fundurinn er haldinn í tilefni að 10 ára afmæli skólans og markmiðið er að fá viðhorf foreldra til skólastarfsins, þess sem vel er gert og þess sem má bæta. Við hvetjum alla foreldra til að koma og hafa áhrif á starfsemi skólans. Boðið verður upp á hressingu og skemmtilegan félagsskap þessa stund.

Páskabingó

Páskabingó foreldrafélags Salaskóla verður haldið fimmtudaginn 7 apríl n.k. Bingó fyrir 1-4 bekk og fjölskyldur þeirra verður kl 17:00.  Bingó fyrir 5-10 bekk og fjölskyldur þeirra verður kl 19:00. Vinningar verða að sjálfsögðu páskaegg ofl. Bingóspjaldið kostar kr 300.

Kaffihúsafundur fyrir alla foreldra

Miðvikudaginn 13. apríl efnir skólaráð Salaskóla til kaffihúsafundar með foreldrum í Salaskóla. Fundurinn er liður í 10 ára afmælishaldi skólans og markmiðið er að kalla fram sem flestar hugmyndir foreldra um það sem vel er gert og jafnframt hvernig foreldrar vilja sjá skólann þróast. Skólaráðið hvetur alla foreldra til að mæta, sitja með öðrum foreldrum í hverfinu og hafa áhrif á mótun skólans. Fundurinn hefst kl. 17:00 og stendur til 18:30.