Skólasetning

Skólasetning Salaskóla verður fimmtudaginn 22. ágúst. Nemendur mæta sem hér segir:

2., 3. og 4. bekkur        kl.   9:00
5., 6. og 7. bekkur        kl. 10:00
8., 9. og 10. bekkur      kl. 11:00

Kennsla í 2. – 10. bekk hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst. 

Nemendur sem eru að fara í 1. bekk verða sérstaklega boðaðir með foreldrum sínum dagana 22. og 23.  ágúst. Kennsla skv. stundaskrá hefst í 1. bekk mánudaginn  26. ágúst. 

Dægradvöl opnar föstudaginn 23. ágúst en lokainnritun fer fram þriðjudaginn 22. ágúst.

Við bjóðum nýjum nemendum öðrum en þeim sem eru að fara í 1. bekk í heimsókn í skólann þriðjudaginn 20. ágúst kl. 12. 

Til foreldra í 1. – 4. bekk

Ritfangaverslanir auglýsa nú rækilega tilboð sín til foreldra skólabarna. Heimkaup hefur sett lista allra skóla upp á heimasíðu sinni en þegar listar okkar í Salaskóla eru bornir saman við listana sem eru á heimasíðu verslunarinnar ber þeim ekki saman. Þetta á við um 1. – 4. bekk.

Þar verðum við með sameiginleg innkaup á ýmsum vörum og höfum því ekki sett þá á listana. Biðjum ykkur um að athuga þetta og miða innkaupin við það sem á okkar listum stendur en þeir eru allir á heimasíðu skólans. Svo minnum við ykkur bara á að kanna hvað er til síðan síðasta vetur því óþarfi er að kaupa það sem er til. 

Starfið hafið í Salaskóla

Salaskóli hefur verið opnaður eftir sumarleyfi. Við erum að leggja lokahönd á undirbúning skólaársins, innrita nýja nemendur, ráða starfsfólk sem vantar, koma húsnæðinu í gott horf o.s.frv. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá að vita strax um nýja nemendur og einnig ef einhver er að fara í annan skóla.

Við hlökkum til samstarfsins við ykkur öll í vetur.

Útskrift og skólaslit

Í dag, 4. júní,  þreyta 10. bekkingar sitt síðast próf í grunnskóla og halda að því loknu í tveggja daga útskriftarferð.
Fimmtudagskvöldið 6. júní, kl. 20:00, verða þeir svo útskrifaðir úr skólanum við hátíðlega athöfn. Foreldrar koma með sínum 10. bekking og allir koma með eitthvað á kaffihlaðborðið.
Föstudaginn 7. júní eru skólaslit og þeim verður skipt í tvennt. Helmingur nemenda í 1. – 9. bekk mætir kl. 10 og hinn hlutinn kl. 1030. Í fyrstu verður safnast saman í andyri skólans þar sem við eigum góða stund saman og eftir það gengur hver bekkur til sinnar stofu með umsjónarkennara sínum. Foreldrar eru velkomnir ef þeir vilja. Skólaslitin taka um 40 mínútur. Dægradvölin er opin frá kl. 800 – 1200. Þeir sem ætla að nýta sér hana þurfa að láta vita. Þeir bekkir sem eiga að mæta kl. 10:00 eru: sólskríkjur, músarrindlar, lóur,tildrur, tjaldar, jaðrakanar, súlur, lundar, kjóar, krummar, mávar

Kl. 10:30 mæta svo: glókollar, hrossagaukar, þrestir, vepjur, spólar, svölur, ritur, kríur, teistur, smyrlar, hrafnar

Vormyndasöfn:

Útskrift 10. bekkjar 6. júní 
Skólaslit 1. – 9. bekkjar 7. júní 

Vorhátíð foreldrafélagsins 

Niðurstöður foreldrakönnunar kynntar

Miðvikudaginn 10. apríl verður fundur fyrir foreldra nemenda í Salaskóla þar sem greint verður frá niðurstöðum kannana á viðhorfum foreldra og nemenda til skólans. Skólapúlsinn kannar viðhorf allra  nemenda í 6. – 10. bekk á hverju ári og nú í mars kannaði hann viðhorf foreldra til skólans. Niðurstöður voru að berast og verður farið yfir þær á fundinum. Fundurinn hefst kl. 1730 og stendur til kl. 1830. Mikilvægt að allir mæti. 

Páskabingó foreldrafélagsins 19. mars

Páskabingó foreldrafélagsins verður haldið þriðjudaginn 19. mars. Bingóið verður með hefðbundnu sniði, yngri hópur (1. – 5. bekkur) verður með sitt bingó frá 17.00 – 19.00 og eldri hópurinn frá 20.00 – 22.00.
Spjaldið kostar 500 krónur og MUNA að taka með reiðufé, engin posi á staðnum.  Fjöldi vinninga, meðal annars frá Arionbanka, Reyni Bakara, Lemon, Skautahöllinni, Íslandsbanka, Latabæ, Senu, Skemmtigarðinum, LaserTag, Sporthúsinu, Borgarleikhúsið, Stöð2, Skjá-1, Ölgerðinni, Beco og fullt fullt fleira. Auðvitað fá allir vinningshafar líka páskaegg. Við viljum samt endilega hvetja ykkur foreldra til að hjálpa til við að fjölga vinningum 🙂 Þess má geta að 10. bekkur verður með sjoppu á staðnum og rennur ágóðinn í ferðasjóð þeirra. Einnig minnum við á Facebooksíðu foreldrafélagsins, núna eru yfir 200 manns þar inni, slóðin er: http://www.facebook.com/groups/255515734571459/
Með kveðju

Stjórnin.

Skíðaferðir á fimmtudag og föstudag

Fimmtudaginn 14. mars er skíðaferð fyrir 8. – 10. bekk og föstudaginn 15. mars er skíða- og útivistadagur hjá 5. – 7. bekk. Við munum leggja af stað klukkan 9:00, það verður skíðað til klukkan 14:40 og lagt af stað heim klukkan 15:00. Þar sem þetta er ekki bara skíðaferð þá mega nemendur sem ekki vilja fara á skíði eða bretti koma með sleða. Það er líka hægt að fara í stuttar gönguferðir eða bara leika sér í snjónum. Við ætlumst til að allir komi með.

Skólinn sér um nesti í hádeginu en krakkarnir þurfa að koma með annað nesti sjálf. Lyftukortin kosta 600 krónur, leiga á skíðum og bretti er 2000 krónur. Umsjónarkennarar taka við peningunum og ganga frá greiðslum í Bláfjöllum.

Skólinn sér um rútukostnað og úrvals skíðakennslu.

Allir verða að koma vel klæddir því það getur orðið kalt til fjalla þennan dag.