Morgunkaffi – byrjum 5. nóvember

Þá er komið að morgunfundum skólastjórnenda í Salaskóla með foreldrum. Miðvikudaginn 5. nóvember bjóðum við foreldrum barna í 1. bekk til okkar, 6. nóvember foreldrum barna í 2. bekk og 7. nóvemeber foreldrum barna í 3. bekk. Fundirnir hefjast kl. 8:10 og standa til kl. 9.00 og eru í sal skólans. Á fundunum ræðum við saman um ýmis mál sem snerta skólastarfið. Einnig eiga foreldrar að skrifa á blað eitthvað sem þeim finnst gott í starfi skólans, eitthvað sem má bæta og svo ef þeir luma á góðum hugmyndum um hvað mætti gera þá viljum við fá það á blaðið líka. Krakkarnir mæta svo á fundinn kl. 8:45 taka stutta söngstund. Foreldrar ganga svo með þeim inn í kennslustofurnar. Við bjóðum upp á kaffi. 

Þetta eru mikilvægir og gagnlegir fundir fyrir okkur öll og við leggjum mikla áherslu á að allir mæti.

Morgunkaffi foreldra og stjórnenda

Morgunkaffi stjórnenda í Salaskóla með foreldrum verður eins og segir hér að neðan:

5. nóv 1. bekkur
6. nóv 2. bekkur
7. nóv 3. bekkur
12. nóv 5. bekkur
14. nóv 6. bekkur
19. nóv 4. bekkur

20. nóv 7. bekkur
21. nóv 8. bekkur
26. nóv 9. bekkur
28. nóv 10. bekkur

 

Það er mæting kl. 8:10 og allt er búið kl. 9:00. Það er mikilvægt að allir mæti. Á fundunum er spjallað um ýmis mikilvæg mál sem snerta skólastarfið og síðan eru bekkirnir heimsóttir. Foreldrar skrifa á miða nokkur atriði sem þeir eru ánægðir með í starfi skólans og líka eitthvað sem má bæta. Við bjóðum upp á kaffi.

Fjölgreindaleikar Salaskóla 1. og 2. október

12. fjölgreindaleikar Salaskóla fara fram á miðvikudag og fimmtudag, 1. og 2. október. Þá er nemendum skipt í 10 manna lið sem keppa í margskonar greinum sem reyna á ólíkar greindir nemenda. Liðsstjórar koma úr 9. og 10. bekk og þeir sjá alveg um sinn hóp þessa daga. Báða daga eiga nemendur að mæta kl. 8:10 hjá sínum kennara en fara þaðan í hópinn sinn.

Nemendur eiga ekki að koma skólatöskur, en þurfa að hafa nesti með fyrir kaffitímann og gott að hafa það í litlum bakpoka sem þau bera með sér allt sem þau fara. Athugið að ekki eru ávextir í skólanum þessa daga. Við útvegum svala fyrir kaffitímann. Krakkarnir fá svo að borða í mötuneytinu í hádeginu. Skólinn er búinn hjá öllum um hálftvö.

Ekki er sund eða valgreinar þessa daga – bara fjölgreindaleikarnir.

Hnetulaus Salaskóli

Salaskóli er hnetulaus skóli. Hnetur geta valdið mjög slæmu og hættulegu ofnæmi hjá sumum einstaklingum. Við biðjum alla nemendur og starfsmenn að gæta þess að koma ekki með hnetur í skólann. Hnetur eru stundum í brauði, kökum, sælgæti og jógúrti.