9. bekkur kynnti þróunarmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun

Sl. fimmtudag kynntu nemendur í 9. bekk Salaskóla hvernig þau sjá ný þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Á kynningunni var utanríkisráðherra, foreldrar og nemendur 8. og 9. bekkja. Friðrik Dór var kynnir. 

Þetta var afar áhugaverð og fjölbreytt kynning og ýmsar góðar hugmyndir settar fram. Í framhaldi af þessu mun Salaskóli leggja meiri áherslu á vinnu sem tengist Sameinuðu þjóðunum og sjálfbærri þróun. Flottir krakkar sem eru klár á því hvernig þau vilja sjá heiminn okkar eftir 15 ár. ‪#‎okkarheimur2015‬. Myndir frá kynningunni má sjá á facebooksíðu Salaskóla

 

Birt í flokknum Fréttir og merkt .