Margir foreldrar auk einstaka ömmu og afa komu í heimsókn í skólann í morgun til þess að hlusta og taka þátt í samsöng barna sinna í 1.-4. bekk.
Samsöngur er vikulega á stundaskrá þessara bekkja en þá mæta bekkir ásamt umsjónarkennara sínum á sal skólans og tónmenntakennarar leiða stundina með söng og leik. Í dag var komið að því að sýna foreldrum hvað þau hefðu lært í vetur. Foreldrar létu ekki á sér standa og tóku mikinn þátt í söngnum.


Við fengum góða gesti í heimsókn í vikunni því tónlistarfólk kom og spilaði fyrir krakkana undir yfirskriftinni "Tónlist fyrir alla". Kynnt var fyrir þeim gömul sönglög og að sama skapi gömul hljóðfæri eins og gígja og dragspil. Þetta var afar fróðlegt og hin besta skemmtun og sýndu krakkarnir þessu mikinn áhuga.