Páskabingó foreldrafélags Salaskóla verður haldið fimmtudaginn 2 apríl n.k.
Bingó fyrir 1-4 bekk og fjölskyldur þeirra verður kl 17:00
Bingó fyrir 5-7 bekk og fjölskyldur þeirra verður kl 18:30
Vinningar verða að sjálfsögðu páskaegg ofl. Bingóspjaldið kostar kr 250.-
ATH ! Páskabingó fyrir 8, 9 og 10 bekk verður miðvikudaginn 1. apríl. í samstarfi við félagsmiðstöðina og hefst það kl 20:00 í Fönix. Bingóspjaldið kostar kr 250.-
Hlökkum til að sjá ykkur. Foreldrafélagið

Við fengum góða gesti í heimsókn í vikunni því tónlistarfólk kom og spilaði fyrir krakkana undir yfirskriftinni "Tónlist fyrir alla". Kynnt var fyrir þeim gömul sönglög og að sama skapi gömul hljóðfæri eins og gígja og dragspil. Þetta var afar fróðlegt og hin besta skemmtun og sýndu krakkarnir þessu mikinn áhuga.