tonlistalla.jpg

Tónlist fyrir alla

tonlistalla.jpgVið fengum góða gesti í heimsókn í vikunni því tónlistarfólk kom og spilaði fyrir krakkana undir yfirskriftinni "Tónlist fyrir alla". Kynnt var fyrir þeim gömul sönglög og að sama skapi gömul hljóðfæri eins og gígja og dragspil. Þetta var afar fróðlegt og hin besta skemmtun og sýndu krakkarnir þessu mikinn áhuga.

Birt í flokknum Fréttir.