samsngur.jpg

Foreldrar í samsöng

samsngur.jpgMargir foreldrar auk einstaka ömmu og afa komu í heimsókn í skólann í morgun til þess að hlusta og taka þátt í samsöng barna sinna í 1.-4. bekk.

Samsöngur er vikulega á stundaskrá þessara bekkja en þá mæta bekkir ásamt umsjónarkennara sínum á sal skólans og tónmenntakennarar leiða stundina með söng og leik. Í dag var komið að því að sýna foreldrum hvað þau hefðu lært í vetur. Foreldrar létu ekki á sér standa og tóku mikinn þátt í söngnum.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .