vinavika.jpg

Vinavika í Salaskóla

vinavika.jpgÞessa vikuna er svokölluð vinavika í Salaskóla. Þá þurfa allir að finna sér vinabekk, 2 – 3 bekkir saman, gjarnan á ólíkum aldri og vinna saman að skemmtilegum verkefnum. Dæmi eru um sameiginleg listaverk og gerð vinabanda. Einnig er vinþema gjarnan fléttað inn í kennsluna þannig að hver og einn nemandi geri einstaklingsverkefni sem tengist vinavikunni. Þemavikunni lýkur á föstudaginn með því að vinabekkirnir hittast í hátíðarsal skólans þar sem farið verður  í leiki undir handleiðslu Olweusarteymisins.

 

Birt í flokknum Fréttir.