Viðbragðsáætlun Salaskóla var gefin út í dag 3.september 2009. Samkvæmt 15.grein laga um almannavarnir, nr. 82/2008, ber stofnunum á vegum sveitarfélaga að gera viðbragðsáætlun til að takast á við afleiðingar neyðarástands. Viðbragðsáætlun skólanna er samræmd að uppbyggingu. Geymir hún almennar upplýsingar frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti sóttvarnarlæknis. Nokkra kafla semja skólarnir sjálfir. Hér er hægt að skoða viðbragðsáætlun Salaskóla.