Velkomin í Salaskóla!
Skólasetning verður föstudaginn 23. ágúst.
Nemendur í 2.-4. bekk mæta kl. 9:00, nemendur í 5.-7. bekk mæta kl. 10:00 og nemendur í 8.-10. bekk mæta kl. 11:00.
Skólasetningin verður í opnu rými við aðalinngang skólans, nálægt stiganum. Foreldrar eru hjartanlega velkomnir með börnum sínum. Eftir stutta skólasetningarathöfn fara nemendur í kennslustofur þar sem umsjónarkennarar bjóða þá velkomna og fara stuttlega yfir skólabyrjun og helstu áherslur.
Nemendur í 1. bekk mæta ekki til hefðbundinnar skólasetningar en umsjónarkennarar þeirra munu boða hvern nemanda til viðtals ásamt foreldrum en viðtölin fara fram dagana 22. og 23. ágúst.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrám mánudaginn 26. ágúst kl. 8:20.
Foreldrar eru minntir á að skrá börn sín í skólamötuneyti en skráning er nauðsynleg þó skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar, skráning á þessari slóð: Vala skólamatur – Umsóknarvefur
Forstöðukona frístundar Kristrún Sveinbjörnsdóttir veitir allar upplýsingar er varða frístund, kristrunsv@kopskolar.is
Við hlökkum til nýs skólaárs!