Allt er nú klárt fyrir skíðaferð 9. og 10. bekkja eftir helgi. 9. bekkur fer á mánudag kl. 10:30 og 10. bekkur á þriðjudag á sama tíma. Við vorum í sambandi við Bláfjöll rétt í þessu og nú er erfitt að skíða þar sem snjórinn er blautur. Það kólnar eftir helgi skv. spám og vonandi verður færi gott. En við förum hvernig sem viðrar og ef ekki er hægt að skíða þá er þetta bara útivistarferð. Við komum heldur fyrr heim ef svo fer.
Leigugjaldið er 2000 kr á sólarhring, ekki 2500 eins og var á upplýsingablaði sem nemendur fengu. Þá er lyftugjaldið 550 kr. dagurinn. Engin veitingasala er í Bláfjöllum.