Í morgun, föstudaginn 4. mars, var hin árvissa upplestrarkeppni í 7. bekk. Sjöundubekkingar hafa verið að æfa sig að undanförnu fyrir keppnina og nú var komið að því að velja fulltrúa til þess að fara á Stóru upplestrarkeppnina sem verður haldin í vor eins og venjulega. Í salnum var hátíðleg stund þar sem nokkrir vaskir lesarar kepptu sín á milli um hvaða tveir yrðu valdir til að fara áfram í aðalkeppnina. Einnig var fjögurra manna nefnd tilbúin til að hlusta á upplesturinn og meta hann út frá ákveðnum forsendum. Keppninni lauk þannig að Katrín Kristinsdóttir og Guðný Ósk Jónasdóttir voru valdar til að keppa fyrir hönd Salaskóla. Myndir