Árleg upplestrarkeppni 7. bekkja fór fram í skólanum í morgun. Níu krakkar lásu upp eins vel og þau gátu og freistuðu þess að hreppa hnossið sem er að verða fulltrúar Salaskóla í upplestrarkeppni Kópavogs. Skemmst er frá því að segja að þau höfðu greinilega öll æft sig afskaplega vel fyrir þessa keppni. Dómnefndinni var því vandi á höndum en niðurstaðað hennar var sú að Georg og Stella Líf yrðu fulltrúar skólans í Kópavogskeppninni og Elvar og Aldís til vara. Til hamingju með þetta krakkar og gangi ykkur vel!