Nú er lokið öðrum riðli í undankeppni fyrir bekkjamót Salaskóla í skák 2013. Föstudaginn 06.12.2013 kepptu 14 lið frá miðstigsbekkjunum sem eru krakkar úr 5.- 7. bekk.
Heildarúrslit urðu þessi:
Röð Heiti liðs vinningar
1..2 7b Kríur A 19
1..2 7b Mávar A 19
3 7b Kríur B 17,5
4 6b Súlur A 16
5 7b Ritur A 14,5
6 5b Spóar A 14
7..8 7b Mávar B 12,5
7..8 5b Jaðrakanar A 12,5
9 6b Svölur A 12
10 6b Súlur B 10
11 5b Spóar D 7
12 5b Spóar B 5,5
13 5b Jaðrakanar B 4,5
14 5b Spóar C 4
Sigurliðin Kríur A og Mávar A voru feiknasterk og sýndu flest liðin frábæra taflmennsku. Í toppliðinu Kríur A voru kapparnir: Jason, Aron og Ágúst. Í toppliðinu Mávar A voru kapparnir: Róbert, Kjartan, Andri og Breki
Bestum árangri pr. árgang náðu þessir:
7b. Kríur og Mávar voru hnífjöfn.
6b. Súlur A
5b. Spóar A
Næstkomandi föstudag keppir unglingastigið eða 13.12. 2013, kl: 8:10 til 12:00, 7 umferðir 2x10min. Úrslitakeppnin verður háð eftir hádegi 13.12.2013 Frá kl. 12:30 til 15:30, 7 umferðir 2×10 min. Þá mæta efstu fjögur liðin úr unglingastiginu ásamt eftirfarandi liðum: Tjaldar A , Tildrur A, Vepjur úrval, Músarindlar A, Kríur A, Mávar A, Kríur B, Súlur A, Ritur A, Spóar A, Mávar B og Jaðrakanar A.
Mótsstjóri er Tómas Rasmus.