Kennarar og skólastjórnendur lesa og svara tölvupósti eftir kennslu og að minnsta kosti innan tveggja daga frá því hann berst. Póstur sem berst eftir að vinnudegi lýkur er ekki lesinn fyrr en daginn eftir.
Ekki er hægt að treysta því að tölvupóstur sem kennarar eða skólastjórnendur fá verði lesinn samdægurs. Ef erindið er brýnt þarf því að hringja á skrifstofu skólans 441-3200 eða senda tölvupóst á skrifstofuna ritari@salaskoli.is
Við hvetjum foreldra til að fara yfir skipulag dagsins með börnum sínum áður en þau fara í skólann ekki síst ef eitthvað á að vera öðruvísi en venjulega. Við eigum oft erfitt með að sinna beiðnum um að koma skilaboðum til barna á miðjum morgni en gerum það auðvitað ef upp koma ófyrirséð tilvik. Í slíkum tilvikum geta foreldrar hringt á skrifstofu skólans eða sent skilaboð á ritari@salaskoli.is.
Kennarar eru með þéttskipaða dagskrá eftir að lokinni kennslu og eru þá að sinna undirbúningi undir kennslu, samstarfi við aðra kennara, fundum með foreldrum og sérfræðingum, kennarafundum og endurmenntun. Foreldrar geta því ekki náð tali af kennara þegar kennslu lýkur t.d. þegar þeir eru að sækja börn sín, nema þeir hafi áður pantað viðtal.
Foreldrar geta óskað eftir fundi við kennara eða skólastjórnendur með því að senda þeim tölvupóst og þeir svara við fyrsta tækifæri.
Ef upp koma alvarleg tilvik utan dagvinnutíma sem þarf að upplýsa okkur um eru foreldra beðnir um að hringja í Hafstein skólastjóra í síma 821 1630 eða Hrefnu Björk aðstoðarskólastjóra í síma 8643719.