Nú er opið fyrir tilnefningar til Kópsins, sem er viðurkenning Menntaráðs Kópavogsbæjar fyrir framúrskarandi skóla- og frístundastarf skólaárið 2024 – 2025.
Undanfarin ár hafa nokkur verkefni frá Salaskóla verið tilnefnd og fyrir tveimur árum fékk verkefni frá Salaskóla Kópinn – en það var verkefnið „leiðtogaþjálfun í skólaíþróttum í 10. bekk“.
Starfsfólk skóla, foreldrar og allir aðrir mega tilnefna verkefni á þessari slóð:
https://forms.office.com/e/DsRyyJP5fJ
Þeir sem vilja senda inn tilnefningu en þurfa aðstoð við eyðublaðið geta leitað aðstoðar hjá skólastjórnendum 😊