Auðbjörg Sigurðardóttir, forstöðukona dægradvalarinnar, fékk í síðustu viku tilnefningu sem dugnaðarforkur ársins hjá samtökunum Heimili og skóli. Hún á sannarlega innistæðu fyrir því. Hún hefur verið einstaklega hugmyndarík og dugleg við að þróa starfið í dægradvölinni og gera það bæði skemmtilegra og betra fyrir krakkana. Til hamingju Auðbjörg.
Salaskóli fékk svo tilnefningu til foreldraverðlauna samtakanna fyrir morgunkaffið sem stjórnendur bjóða foreldrum í á hverju hausti. Það byrjaði árið 2005 og hefur verið fastur liður síðan, með einni undantekningu.