Veðrið er að versna og spáin vond. Það á að vera mjög slæmt frá ca. 11:00 – 17:00 í dag. Við höldum börnunum inni í skólanum í dag og sendum engan heim þegar veðrið er vont. Foreldrar verða að sækja börnin en óráðlegt að fara af stað meðan veðrið er verst – þá lenda bara allir í vandræðum. Skynsamlegast er að fara af stað áður en veðrið kemst í sinn versta ham. Um kl. 11:00 verða komnir 20 m/sek skv. belgingur.is og til kl. 17:00 verður kolvitlaust veður.
Við biðjum ykkur um að hringja ekkert í skólann, því þá springur kerfið. Þið getið komið skilaboðum til okkar fljótt og vel með því að senda póst á ritari@salaskoli.is.
Þegar þið komið að sækja börnin eruð þið beðin um að koma inn í skólann og fara að kennslustofunni þeirra. Þannig gengur þetta best fyrir sig.
En eins og áður kom fram þá verða einhverjir starfsmenn hér í dag þar til öll börn hafa verið sótt – hvenær sem það verður.