pencil

Valgreinar á vorönn

Nú er komið að því að velja valgreinar vorannar. Allir nemendur eiga að fara inn á valsvæðið og velja þar það sem vekur mestan áhuga. Þar eru allar upplýsingar um það sem er í boði og hvernig á að velja. Þetta þarf að gerast í síðasta lagi næsta sunnudag, 18. desember.

Valið í unglingadeild

Sl. vor létum við unglingana velja sér valgrein fyrir haustið og á stundaskrám þeirra kemur fram hvaða val þau komust í. Þar sem ýmsar breytingar hafa orðið hjá þeim og líka okkur viljum við að þau velji aftur eða staðfesti að þau vilji hafa valið eins og það kemur fram á stundaskránni. Við biðjum alla því að fara inn á þennan tengil og ganga frá þessu þarhttps://www.surveymonkey.com/s/PXQ96CD.

Á stundaskrám þeirra kemur einnig fram hjá þeim sem sóttu um að fá tómstundastarf metið sem valgrein, hversu margar valstundir fást í afslátt út á það. Það stendur þá -1, -2 eða -4 í einhverjum reitnum. Það geta þau dregið frá þeim fjórum tímum sem þau eiga að taka sem valgreinar og minnkar þá stundafjöldinn sem þau eiga að velja sem því nemur.

Ef aðstæður hafa breyst hjá einhverjum varðandi tómstundastarf þarf að láta okkur vita – t.d. ef einhver er hættur í því tómstundastarfi sem hann fékk afslátt út á.

Vinsamlegast klárið að fylla þetta eyðublað út í dag eða í síðasta lagi á morgun, því kennsla í valgreinum hefst 1. september.