Stundaskrá og starfsáætlun

Skipulag og stundaskrá

Skipulag og kennsluhættir Salaskóla markast af stefnu og markmiðum skólans.  Áhersla er á einstaklingsmiðað nám, að koma til móts við þarfir, áhuga og getu hvers og eins.  Í því skyni er áhersla lögð á samstarf milli árganga. Skipulag af þessu tagi gefur aukna möguleika á sveigjanleika í skólastarfinu og að komið sé til móts við mismunandi þarfir nemenda. 

Tímafjöldi nemenda í hverjum árgangi og í hverri námsgrein er í samræmi við viðmiðunarstundaskrá menntamálaráðuneytisins.  Til að auka sveigjanleika og fjölbreytni í skólastarfinu getur stundaskráin verið breytileg, en sá tími sem nemendur eru í skólanum á degi hverjum er sá sami. 

Skóladagatal

Á skóladagatali koma fram þeir dagar sem nemendur eiga að sækja skóla, hvaða daga er vikið frá venjulegum skóladegi og hvaða daga nemendur fá leyfi. 

Haustfundir

Í upphafi skólaárs, verður kynning fyrir foreldra á skólastarfinu.  Bekkjarkennarar sjá um kynningarnar í sínum bekkjum.

Foreldraviðtöl

Kennarar eru með símaviðtalstíma daglega að lokinni kennslu.  Ef þeir eru uppteknir tekur ritari skilaboð og kemur til þeirra.  Umsjónarkennarar kalla til foreldra þegar þurfa þykir en sérstakir foreldraviðtalsdagar eru  10. október og 19. janúar.   

Skipulagsdagar

Á skipulagsdögum eiga nemendur frí en kennarar vinna að mati á skólastarfinu, áætlanagerð, undirbúningi og endurmenntun. 

Skipulagsdagar eru : 

28. september, 19. nóvember,  3. janúar, 6. mars og 31. maí. 

Dægradvöl er opin á skipulagsdögum.

Vetrarfrí

Vetrarfrí er tvískipt, tveir dagar á hvorri önn.  Skólinn er lokaður á þeim tíma og engin starfsemi fer þar fram.  22. og 23. október á haustönn og 22. og 25. febrúar á vorönn.

Skólaslit

Skólaslit verða föstudaginn 7. júní.  Þau verða formleg, þ.e. nemendur mæta í skólann með foreldrum sínum á sérstaka athöfn þar sem skólanum verður slitið. Útskrift nemenda sem eru að ljúka 10. bekk verður fimmtudagskvöldið 6. júní.

Samræmd könnunarpróf

4. og 7. bekkur þreytir samræmd könnunarpróf í íslensku 20. september og stærðfræði 21. september .

Samræmd könnunarpróf í 10. bekk verða

Íslenska

mánudagur

17. sept.

Enska

þriðjudagur

18. sept.

Stærðfræði

miðvikudagur

19. sept.

Litlu jólin og jólafrí

Litlu jólin verða fimmtudaginn 20. desember. Nemendur mæta þá á mismunandi tímum og eru rúmlega klukkustund í skólanum. Dægradvölin er opin. Að loknu jólaballi hefst jólafrí nemenda. Kennsla hefst aftur að loknu jólaleyfi föstudaginn 4. janúar.

Öskudagur

Á öskudag verður skóladagur til hádegis. Þá verður skólastarf verulega frábrugðið því sem venjulegt er.

Annað

Aðra daga mæta nemendur samkvæmt stundaskrá.  Þó kann skóladagur að lengjast þegar farið er í ferðlög.

Birt í flokknum Fréttir.