Þann 26.mars var Stóra Upplestrarkeppnin haldin í Salnum í Kópavogi. Salaskóli sendi 3 mjög svo frambærilega keppendur, þau Emilíu Ósk, Patrek Leó og Emmu Dís sem öll eru í 7.bekk.
Patrekur Leó stóð uppi sem sigurvegari og óskum við honum og Salaskóla til hamingju með verðskuldað 1.sæti.