Í gær hittust tveir bekkir til að spjalla saman. Var þetta mjög merkilegur spjallfundur en annar bekkurinn voru Mávar á Íslandi og hinn bekkurinn voru jafnaldrar á Kýpur. Bekkirnir hittust í gegnum Skype samskiptaforritið, töluðu ensku og skemmtu sér vel. Fundurinn stóð í um 15 mínútur. Þessi fundur var hluti af comeniusarverkefninu sem við erum þátttakendur í. En Guðbjörg umsjónarkennari í Mávum og Hulda deildarstjóri eru nýkomnar af sameiginlegum kennarafundi sem haldinn var í Þýskalandi. Á þeim fundi voru næstu skref ákveðin en á vormánuðum verðum við með litla Ólympíuleika. Bekkirnir á miðstigi eru þessa dagana að senda jafnöldrum sínum í hinum þátttökulöndunum jólakort. Hægt verður að fylgjast með verkefninu á heimasíðu skólans undir merki menntastefnu Evrópusambandsins sem styrkir þetta verkefni.
Spjallað í gegnum Skype
Birt í flokknum Fréttir.