Mikil aðsókn hefur verið á skákæfingar í Salaskóla í vetur oftast á milli 30 og 40 krakkar á hverri æfingu. Á lokaæfingunni 7.05.2013 mættu tæplega 30 krakkar og fengu þau að taka þátt í sérstakri skákþrautakeppni. Veitt voru verðlaun fyrir bestu lausnir hjá drengjum og stúlkum.
Bestu lausnir í stúlknaflokki átti Guðrún Vala Matthíasdóttir í 6. bekk mávum.
Bestu lausnir í drengjaflokki átti Ágúst Unnar Kristinsson 6. bekk kríum. Vala og Ágúst eru því skákþrautadrottning og skákþrautakóngur Salaskóla árið 2013.