DSC01199

Sjöttubekkingar standa sig vel

DSC01199
Sjöttubekkingar hafa verið á fullu 
að undanförnu að æfa jólaleikrit sem byggt er á Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum – í leikgerð Sigrúnar Bjajrkar Cortes. Nú er komið að lokum æfinga og verður leikritið sýnt fyrir nemendur og foreldra í þessari viku. Þegar leikverk er sett á svið þurfa allir nemendur að taka höndum saman og í 6. bekkjunum báðum, svölum og súlum, eru hljóðmenn, ljósamenn, kynnar, upplesarar, tónlistarfólk auk leikara á sviði sem leggjast á eitt til að sýningin gangi upp.  Það tekst svo sannarlega! Til hamingju kennarar og nemendur í 6. bekk með frábæran árangur.   

Birt í flokknum Fréttir.