Helgina 26 til 28 ágúst fór fram Norðurlandamót grunnskóla í Skák í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur. Til leiks mættu lið frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi ásamt tveimur efstu liðunum frá Íslandsmeistaramótinu sem var haldið í apríl sl. Færeyingar mættu ekki til leiks og sendi Ísland því tvö lið, Lið 1 frá Íslandi frá Rimaskóla og ríkjandi Íslandsmeistarar og Lið 2 frá Íslandi frá Salaskóla, sem vann silfur á síðasta Íslandsmóti. Fyrirfram leit styrkur okkar manna skv. skráðum skákstigum þannig út að við værum með minnst reynda liðið ,enda aldur okkar keppenda frá 10 ára upp í 16 ára. Við kepptum 5 viðureignir oftast nær við sveitir með skráðan styrk langt fyrir ofan okkar keppendur. Salaskóli sigraði tvö af þessum liðum eða Danmerkurmeistarana og finnska liðið og lentum við í 5 sæti aðeins 1 vinning frá silfurliðinu.
Bestum árangri okkar nemenda náði Hildur Berglind Jóhannsdóttir með 75% vinningshlutfall, en hún er aðeins í 7. bekk og síðan yngsti keppandinn á mótinu eða Hilmir Freyr Heimisson sem er nýorðinn 10 ára með 62,5% vinningshlutfall. Sjá nánar hér um úrslit í einstaka skákum.
Á síðustu árum hefur Salaskóli unnið glæsta sigra á Norðurlandamótum.
2009 Norðurlandameistarar.
2010 Silfur á Norðurlandamóti
2011 5 sæti á Norðurlandamótii
Við óskum skákliði Salaskóla innilega til hamingju með glæsilegan árangur – en meðlimir liðsins eru taldir upp hér neðar á síðunni.