Á fimmtudagskvöldið, 26. mars, verður árshátíð unglingadeildar Salaskóla. Það er félagsmiðstöðin Fönix sem sér um árshátíðina, en kennarar þjóna til borðs. Boðið er upp á glæsilegan mat sem matreiðslumeistari skólans hefur verið að undirbúa síðustu vikuna.
Húsið opnar kl. 18:30 og borðhald hefst kl. 19:00. Að loknu borðhaldi verða skemmtiatriði og svo verður stiginn dans til kl. 11:30 en þá verður hátíðinni formlega slitið.
Allir mæta að sjálfsögðu í sínu fínasta pússi og með sparibrosið á andlitinu. Miðaverð er kr. 2 þúsund. Nemendur eiga að mæta í skólann kl. 10:00 á föstudeginum.
Við viljum vekja athygli foreldra á að við höfum heyrt um einhvern límosínu akstur að lokinni árshátíð. Við viljum taka fram að slíkt er okkur ekki að skapi og firrum okkur allri ábyrgð á. Að okkar mati eiga nemendur að fara heim strax að lokinni árshátíð.