Nemendur í 7. bekk, ernir og fálkar, lögðu af stað í ferð í gærmorgun og var áfangastaðurinn Reykir í Hrútafirði. Þar munu nemendur dveljast í eina viku í skólabúðum við nám og leik ásamt nemendum úr öðrum skólum.
Með í ferðinni eru umsjónarkennarar þeirra sem verða þeim til halds og trausts meðan á dvölinni stendur. Nemendur eru vaktir snemma á morgnana í búðunum og eftir morgunmat byrjar dagskrá og nám sem stendur til kl. 17. Eftir kvöldmat er svo kvöldvaka þar sem krakkarnir eiga að sjá um skemmtiatriði. Heimasíða búðanna er http://www.skolabudir.is/.