Páskabíngó foreldrafélagsins

Hið geysivinsæla páskabingó foreldrafélagsins verður n.k. þriðjudag, 24. mars, og sem fyrr munum við tvískipta því svona:

1. – 5. bekkur verður frá 17:00 – 19:00
6. – 10. bekkur verður frá 20.00 – 22.00

5. bekkur getur þó valið hvort þau vilja mæta með yngri eða eldri hópnum.

Muna að taka reiðufé með ykkur þar sem engir posar eru á svæðinu.  Spjaldið kostar 500 kr og síðan verður 10. bekkur með veitingasölu í fjáröflun. Í boði verður samlokur, kökur, drykkir og fleira, þau eru heldur ekki með posa,

Ef einhver hefur tök á að útvega vinninga í bingóið þá má hinn sami hafa samband við einhvern úr stjórn foreldrafélagsins :), sjá hér http://salaskoli.is/index.php?option=com_content&view=article&id=300&Itemid=194

Sjáið einnig nánar um viðburðinn á facebook – síðu foreldrafélagsins  https://www.facebook.com/events/580189758751379/

Birt í flokknum Fréttir.