Kristín Sigurðardóttir er nýr skólastjóri Salaskóla frá og með 1. apríl. tók Kristín við starfinu af Hafsteini Karlssyni sem hefur verið skólastjóri Salaskóla frá stofnun skólans haustið 2001. Við óskum honum alls hins besta og þökkum honum fyrir allt það frábæra starf sem hann hefur gert í þágu Salaskóla.
Kristín er grunnskólakennari að mennt, með framhaldsmenntun í skólastjórnun, opinberri stjórnsýslu og sálfræðiráðgjöf. Kristín kemur til okkar frá Smáraskóla þar sem hún hefur verið aðstoðarskólastjóri sl. 3 ár. Kristín var skólastjóri í Flóaskóla á Suðurlandi í 8 ár og aðstoðarskólastjóri í Hjallaskóla í Kópavogi í 2 ár þar á undan. Auk annarra starfa hefur hún einnig starfað við kennslu í grunnskólum og við ráðgjöf í verkefnum tengdum geðheilbrigðisþjónustu.