Undanfarna daga hafa nemendur á unglingastigi verið að vinna að lokaverkefnum sínum þetta skólaárið.
Lokaverkefni 8. bekkjar hefur snúist um að gera góðverk sem eftir hefur verið tekið í nærsamfélaginu sem og víðar. Krakkarnir vilja af þessum sökum bjóða foreldrum og öllum sem vilja láta gott af sér leiða að mæta á kynningu á verkefnum sínum sem haldin verður í skólanum milli 10:30 og 12:00 á morgun, miðvikudag. Þar verður ýmis varningur og veitingar til sölu og hvetjum við ykkur til að koma með smá skotsilfur til að versla af krökkunum. Allur ágóði af sölunni rennur til góðra málefna.
Nemendur í 9. bekk hafa í lokaverkefni sínu verið að hanna matarvagna; setja sama matseðla, rekstraráætlun, líkön, útbúa markaðsefni og fleira. Þau bjóða foreldrum og öðrum matgæðingum að koma og skoða afrakstur vinnunnar á sýningu sem stendur yfir frá kl. 10:30-12:00 á morgun miðvikudag. Þar verður jafnframt hægt að kjósa um besta, frumlegasta og girnilegasta matarvagninn.
Nemendur í 10. bekkur hafa í sínu lokaverkefni verið að vinna að nýsköpunarverkefni þar sem þau hanna vöru og útbúa viðskiptaáætlun. Þau munu halda vörumessu fyrir foreldra og gesti og gangandi frá 10:00-11:30 á morgun.