Föstudaginn 18. febrúar var síðasti tíminn í valgreininni Eldað og tálgað og þá fóru nemendur í útikennslustofu skólans með afurðir valgreinarinnar. Nemendur voru búnir að smíða fóðurhús og gera grillpinna fyrir skólann. Fuglafóðurhúsin voru hengd upp, Sigurður Guðni, skáti, í lómum kenndi nemendum og kennurum að hlaða bálköst, kveikti upp og bakað var kanilbrauð yfir eldi. Prófaðar voru nokkrar grillbrauðsuppskriftir í valinu og sú sem var grilluð yfir eldi þennan dag var sú besta að þeirra mati enda voru gerðir hálfgerðir kanilsnúðar sem vorur vafðir upp á grillteinana góðu. Verður ekki meira svona val spurðu nokkrir. Skoðið fleiri myndir.