Ljósa- og friðarganga foreldrafélagsins

Það var falleg stund og ljúf samvera þann 5. desember þegar árleg ljósa- og friðarganga foreldrafélags Salaskóla fór fram í fallegu vetrarveðri 🌟 Samveran hófst á hljóðfæraleik frá Skólahljómsveit Kópavogs sem spilaði fyrir okkur fallega jólatóna. Þá var haldið af stað í gönguna með vasaljós, höfuðljós og ýmsar tegundir af skemmtilegum blikkljósum. Á göngustíg við jaðar skólalóðarinnar var stoppað til að vígja nýjan bekk til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur sem lést 30. ágúst sl. en hún var nemandi í Salaskóla alla sína grunnskólagöngu. Sr. Guðni frá Lindakirkju flutti stutt ávarp og vígði bekkinn og að því loknu var haldið áfram í göngu. Göngunni lauk svo í portinu fyrir framan skólann þar sem börn og fullorðnir gæddu sér á heitu kakói og smákökum. Sannarlega ljúf og falleg stund sem gaf kærleika og hlýju í hjörtu okkar allra 🩷💖🩷

Birt í flokknum Fréttir.