skak22

Liðin standa sig vel

skak22
Seinni dagur fjölgreindaleikanna fór vel af stað og bakarinn, indíánastelpan, kötturinn og jólasveinninn voru mætt á sína stöðvar til þess að taka á móti liðunum í morgunsárið. Krakkarnir í liðunum eru farin að þekkjast vel og koma ennþá sterkari inn í þrautirnar fyrir bragðið. Fyrirliðarnir eru til mikillar fyrirmyndar, sýna ábyrgð og beita sína liðsmenn jákvæðum aga. Grænlendingarnir, sem eru í heimsókn hér í nokkra daga, koma inn í liðin eftir því sem þeir geta og virðast njóta sín vel. Í dag var pylsuveisla í hádeginum og boðið upp á ís á eftir sem allir kunnu vel að meta. Það er svo gaman hjá okkur.

Myndir frá seinni degi fjölgreindaleika.

Birt í flokknum Fréttir og merkt , .