Eitt verkefni í samfélagsfræði í 10. bekk gengur út á að nemendur skipta sér í hópa og mynda stjórnmálaflokka. Þeir eiga að bjóiða fram og áherslan er á hvernig er hægt að gera skólann að betri stað. Þeir búa til stefnuskrá, kosningamál og auglýsa sína stefnu með ýmsum hætti í skólanum. Svo er framboðsfundur þar sem mættir eru allir nemendur í 7. – 10. bekk og hlusta á málflutning þeirra. Síðan fara fram kosningar. Að þessu sinni vann framboðið X – Fantasí. Fulltrúum þeirra verður boðið á næsta skólaráðsfund þar sem þeir greina frá málefnaskrá sinni. Myndir frá kosningafundinum má sjá hér