_Kpavogsmti__2012_UNglingameistararnir_014

Kópavogsmóti í skólaskák lokið

_Kpavogsmti__2012_UNglingameistararnir_014
Kópavogsmótið í skólaskák var haldið í Salaskóla þann 17. apríl síðastliðinn.
Birkir Karl Sigurðsson er Kópavogsmeistari í skólaskák í unglingadeild og Þormar Leví tók silfrið. Hilmir er í toppbaráttu á miðstigi og Daníel Snær Eyþórsson smellti sér í annað sætið í flokki 1.-4. bekkjar. Birkir Karl og Þormar verða fulltúrar Kópavogs á kjördæmismótinu sem er framundan.  Aldrei hafa jafn margir keppendur verið á kaupstaðamóti í Kópavogi. Sett var í gang sérstakt mót fyrir yngstu krakkana eða fyrir nemendur í 1.- 4. bekk. Mæltist það vel fyrir og mættu 68 krakkar til leiks í þeim aldursflokki. Í flokki 1.-7. bekkjar voru 49 keppendur og í flokki unglinga mættu 10 keppendur. Alls: 127 keppendur sem er nýtt met í Kópavogi.

Kópavogsmeistarar 2012 urðu:
1.-4. b. Pétur Steinn Atlason 4. Baldursbrá Vatnsendaskóla 7v af 7 mögulegum.
1.-7. b. Dawíd Pawel Kolka 6. bekk   Álfhólsskóla  6.5v af 7 mögulegum.
8.-10.b  Birkir Karl Sigurðsson 10. b. Krummar Salaskóla 9v af 9 mögulegum.
Mótsstjórar voru Tómas Rasmus, Helgi Ólafsson og Sigurlaug Regina Friðþjófsdóttir.

Nánari úrslit: 1.-4. bekkur, 1. – 7. bekkur, 8.- 10. bekkur 

Birt í flokknum Fréttir og merkt .