restitution

Starfsfólk skólans á námskeiði

restitution

Allt starfsfólk Salaskóla sótti námskeið í dag til að læra meira um uppbyggingarstefnuna Uppeldi til ábyrgðarUppbygging sjálfsaga (Restitution – Self Discipline). En eins og nafnið bendir til er það aðferð við að kenna börnum og unglingum sjálfsstjórn og sjálfsaga. Unnið hefur verið eftir þessum aðferðum í Salaskóla að undanförnu. Fyrirlesari var Cindy Lévesque sem kemur frá Kanada og hefur mikla reynslu af að nýta þessar aðferðir í skólastarfi. Námskeiðið þótti mjög gagnlegt og þangað er hægt að sækja mikið af góðum hugmyndum fyrir væntanlegt vetrarstarf.

Birt í flokknum Fréttir.