Í samvinnu við lögregluna og fleiri aðila höfum við verið að fræða nemendur um skaðsemi fíkniefna. Þetta hefur verið gert undir yfirskriftinni "hættu áður en þú byrjar". Nemendur í 8. – 10. bekk fá tveggja tíma ítarlega fræðslu. Mikilvægur hluti af þessu verkefni er fræðsla til foreldra og á föstudaginn, 20. mars, eru foreldrar allra nemenda í 8. – 10. bekk boðaðir til fundar kl. 8:10 – 9:30.
Við leggjum mikla áherslu á að allir mæti, því til þess að fræðslan nái tilgangi sínum verða foreldrar að taka þátt.