Íslandsmót grunnskólasveita í skák 2011 var haldið helgina 19. og 20. mars 2011. Fulltrúar Salaskóla komu heim hlaðnir verðlaunum eftir frækinn árangur. Myndir
A lið Salaskóla B lið Salaskóla
32,5 v Silfur í A flokki 18,5v Brons í B Flokki
1 Guðmundur Kristinn 1 Hildur Berglind
2 Birkir Karl Sigurðs. 2 Jón Smári Ólafs.
3 Eyþór Trausti Jóhanns 3 Garðar Elí Jónas.
4 Hilmir Freyr Heimis. 4 Arnar Steinn
1v Baldur Búi Heimis.
C lið Salaskóla D lið Salaskóla
18,0v Gull í flokki C 15,5 v Gull í flokki D
1 Helgi Tómas 1 Kjartan Gauti
2 Jón Otti 2 Óðinn Þorvalds.s
3 Tinna Ósk 3 Axel Oli
4 Róbert Örn 4 Sindri Snær Hj.
E lið Salaskóla F lið Salaskóla
15 v Gull í flokki E liða 9,5 v Gull í F liða
1 Aron Ingi Woodard 1 Breki Freysson
2 Benedikt Árni Björnsson 2 Vilhelm Þráinn
3 Dagur Kárason 3 Gísli Gottskálk
4 Jóhann Ágúst Ólafsson 4 Sindri Snær Kr.
Enginn skóli sendi jafn marga keppendur og Salaskóli og sýndu krakkarnir góða framkomu og einstaklega góðan árangur. Sigurvegari A liða var Rimaskóli sem sigraði Salskóla í innbyrðis viðureign 2,5v gegn 1,5 v A liðið okkar sigraði alla aðra andstæðinga með miklum yfirburðum og þessi tvo lið voru í algerum sérflokki. B liðið okkar var hreinlega óheppið með andstæðinga miðað við önnur B lið og hafnaði í þriðja sæti B liða. Hin liðin okkar fengu öll gull, hvert í sínum flokki. En Norðurlandamót grunnskólasveita verður í ár á Íslandi og ef Færeyingar senda ekki lið geta íslendingar sent tvö lið til keppni þannig að A lið Salaskóla getur farið að undirbúa sig fyrir Norðurlandamót í fjórða sinn.
( Færeyingar hafa ekki sent lið síðustu árin, ef þeir verða með þurfum við að víkja fyrir þeim. )
Heildarúrslit allra liða er hægt að sjá á vefsíðunni:
http://chess-results.com/tnr46313.aspx
Myndir frá mótinu eru hér.
Minnum á Íslandsmót barnaskólasveita sem verður helgina 2. og 3. april þar mun Salaskóli sýna öflugustu keppnisliðin sín skipuðum krökkum úr 1. til 7. bekk.
Sérstakt úrtökumót vegna skipulags keppnisliða verður mánudaginn 28. mars nk. í Salaskóla.