Á morgun, þriðjudag 10. september, ætlum við í Salaskóla að hafa GULAN dag, til að sýna stuðning í gulum september vegna vitundarvakningar um geðheilbrigði, líðan og sjálfsvígsforvarnir.
Það málefni, eins og svo mörg önnur, tengjast skólasamfélaginu með beinum hætti og mikilvægt að við sýnum hvert öðru stuðning, skilning og hlýju.
Hér eiga gildi Salaskóla vel við – Vinátta, Virðing, Samstarf.
Nemendur og starfsfólk munu klæðast gulu eða bera eitthvað gult á morgun!