Það er gul viðvörun frá kl. 15 í dag á höfuðborgarsvæðinu. Veðurstofan lýsir þessu svona:
„Vestan hvassviðri, jafnvel stormur með snjókomu eða éljagangi. Búast má við takmörkuðu skyggni í skafrenningi, versnandi akstursskilyrðum og samgöngutruflunum. Hvassast verður í vesturhluta borgarinnar en mest ofankoma í efribyggðum.“
Almannavarnir höfuðborgarsvæðisins hafa sent tilkynningu um að foreldrar og forráðamenn séu beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs í dag þriðjudag. Ekki er þörf að sækja börn fyrir klukkan 15:00, en mælst til til þess að börn undir 12 ára aldri gangi ekki ein heim eftir klukkan 15:00. Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. Hér er átt við börn yngri en 12 ára.
Í Salaskóla lítur þetta þá þannig út að börn sem eiga að fara heim til sín í lok kennslu, ganga bara heim eins og venjulega, enda lýkur kennslu á milli 1330 og 1400.
Foreldrar eiga hins vegar að sækja börn í dægradvöl á venjulegum tíma. Við vekjum samt athygli á að vegna hríðar og versnandi akstursskilyrða eftir kl. 15 geta orðið talverðar samgöngutruflanir og erfiðleikar við að komast á milli staða.
English
A yellow weather warning has been issued for the greater Reykjavík area from 15:00 today. Parents and guardians of children younger than 12 years old are asked to pick up their children at the end of the school day or after-school programs.