jolaball

Gleðilega jólahátíð

jolaball
Afar prúðbúnir nemendur mættu í skólann í morgun á litlu jólin í Salaskóla. Gengið var í kringum jólatréð og var vel tekið undir jólasöngvana við undirspil hljómsveitarinnar Jólakúlnanna sem er skipuð starfsfólki Salaskóla. Skyndilega heyrðist brambolt við einn gluggann og inn kom veltandi jólasveinn sem mundi alls ekki hvað hann hét í fyrstu. En þegar sveinki var búinn að liðka sig aðeins og dansa með krökkunum kom í ljós að þetta var sjálfur Þvörusleikir. Hann lék á létta strengi og reitti af sér brandarana – sumir á kostnað kennaranna einhverra hluta vegna. Ætli jólasveinum sé illa við kennara? Allir skemmtu sér hið besta. Eftir velheppnuð litlu jól fóru krakkarnir heim með bros á vör og langþráð jólafrí hófst. 

Starfsfólk Salaskóla óskar nemendum og aðstandendum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þakklæti fyrir gott samstarf á árinu. Hittumst hress á ný föstudaginn 4. janúar skv. stundaskrá.  Nokkrar myndir sem sýna heimsókn Þvörusleikis.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .